Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 954, 118. löggjafarþing 459. mál: virðisaukaskattur (póstþjónusta).
Lög nr. 46 7. mars 1995.

Lög um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.


1. gr.

     7. tölul. 3. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: Póstþjónusta sem opinber aðili hefur einkaleyfi á, samkvæmt póstlögum, nr. 33/1986. Undanþágan nær einnig til viðtöku og dreifingar á öðrum árituðum bréfapóstsendingum, þar með talin póstkort, blöð og tímarit, og til almennra dreifisendinga og opinna bréfa.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. maí 1995.

Samþykkt á Alþingi 25. febrúar 1995.