Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 841, 118. löggjafarþing 306. mál: vitamál (lög um vitamál og lögskráningu sjómanna).
Lög nr. 63 8. mars 1995.

Lög um breyting á lögum um vitamál, nr. 56/1981, með síðari breytingum.


1. gr.

     11. gr. laganna orðast svo:
     Vitagjald skal greitt af brúttótonnatölu skips.
     Af öllum íslenskum skipum, stærri en 10 brúttótonn, skal greitt vitagjald einu sinni á ári. Af öllum erlendum skipum, sem setja farþega eða vörur á land, skal greitt vitagjald við hverja komu til landsins sem svarar til 1/ 4 hluta af almenna vitagjaldinu, mest fjórum sinnum á ári.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 24. febrúar 1995.