Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 938, 118. löggjafarþing 453. mál: eftirlit með skipum (innflutningur skipa eldri en 15 ára).
Lög nr. 65 8. mars 1995.

Lög um breyting á lögum um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum.


1. gr.

     8. gr. laganna orðast svo:
     Skip, sem keypt er eða leigt frá útlöndum til skráningar hér á landi, skal hafa verið smíðað í samræmi við reglur viðurkennds flokkunarfélags um flokkuð skip eða sambærilegar reglur. Einnig skal slíkt skip fullnægja íslenskum lögum og reglum um styrkleika, búnað og haffæri. Skal skoðun fara fram áður en það er flutt inn. Að skoðun lokinni kveður siglingamálastjóri á um hvort hann mælir með innflutningi skips eða ekki.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 25. febrúar 1995.