Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 136, 120. löggjafarþing 21. mál: lyfjalög (gildistaka ákvæða um stofnun lyfjabúða o.fl.).
Lög nr. 118 31. október 1995.

Lög um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „Umsögn til ráðherra um umsóknir um markaðsleyfi“ í 2. tölul. 3. mgr. kemur: Útgáfu markaðsleyfa.
  2. Í stað orðanna „Umsögn til ráðherra um umsóknir“ í 3. tölul. 3. mgr. kemur: Afgreiðslu umsókna.
  3. Í stað orðanna „Umsögn til ráðherra um leyfi“ í 4. tölul. 3. mgr. kemur: Útgáfu leyfa.
  4. Við bætist ný málsgrein, er verður 4. mgr., svohljóðandi:
     Ákvarðanir lyfjanefndar ríkisins má kæra til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.

2. gr.

     Í stað orðanna „gefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið út“ í fyrri málslið 10. gr. laganna kemur: annast heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið útgáfu á.

3. gr.

     Í stað orðanna „1. nóvember 1995“ í 4. málsl. 2. mgr. 45. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 112/1994, sbr. 1. gr. laga nr. 122/1994, kemur: 15. mars 1996.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða í lögunum:
  1. Í stað orðanna „1. júní 1995“ í 2. og 3. málsl. 2. tölul. kemur: 15. mars 1996.
  2. Í stað orðanna „1. nóvember 1995“ í 3. tölul. kemur: 15. mars 1996.


5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 30. október 1995.