Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 412, 120. löggjafarþing 207. mál: tekjustofnar sveitarfélaga (fasteignaskattur, þjónustuframlög).
Lög nr. 148 28. desember 1995.

Lög um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995.


1. gr.

     Í stað „1,12%“ í b-lið 3. mgr. 3. gr. laganna kemur: 1,32%.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
  1. Í stað „8%“ í c-lið 1. mgr. kemur: 10,5%.
  2. Í stað „15,5%“ í d-lið 1. mgr. kemur: 18,5%.
  3. E-liður 1. mgr. fellur brott.
  4. 2. mgr. orðast svo:
  5.      Heimilt er að færa fjármagn milli c- og d-liða.


3. gr.

     12. gr. laganna orðast svo:
     Jöfnunarframlög skiptast í tvennt, tekjujöfnunarframlög og þjónustuframlög, og skal þeim úthlutað sem hér segir:
  1. Tekjujöfnunarframlögum skal úthlutað til að jafna tekjur sveitarfélaga. Jöfnunin skal miðuð við sambærileg sveitarfélög og fullnýtingu tekjustofna þeirra.
  2. Þjónustuframlögum skal úthlutað til að jafna mismunandi útgjaldaþörf sveitarfélaga með sérstöku tilliti til stærðarhagkvæmni þeirra.

     Til jöfnunarframlaga skal verja þeim tekjum sjóðsins sem eru umfram ráðstöfun skv. 10. og 11. gr.
     Í reglugerð skal meðal annars setja nánari ákvæði um útreikning jöfnunarframlaga, viðmiðanir um útgjaldaþörf sveitarfélaga, sbr. b-lið 1. mgr., með tilliti til íbúafjölda og verkefna og hvaða skilyrðum sveitarfélög þurfi að fullnægja til að hljóta þau.

4. gr.

     1. mgr. 14. gr. laganna orðast svo:
     Framlögum skv. d-lið 11. gr. skal varið til að bæta dreifbýlissveitarfélögum upp aukinn kostnað við grunnskóla vegna breyttrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga.

5. gr.

     Í stað orðanna „skv. c-, d- og e-lið“ í 1. málsl. 15. gr. laganna kemur: skv. c- og d-lið.

6. gr.

     2. málsl. 2. mgr. 32. gr. laganna orðist svo: Skulu vextir þessir vera jafnháir hæstu vöxtum óbundinna sparireikninga á hverjum tíma.

7. gr.

     Á eftir 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum koma tvær nýjar málsgreinar er orðast svo:
     Sérstakur fasteignaskattur skv. 1. mgr. leggst á álagningarstofn í stiglækkandi þrepum sem hér segir:
     Árið 1996 0,937%.
     Árið 1997 0,625%.
     Árið 1998 0,313%.
     Árið 1999 fellur skatturinn niður.
     Þrátt fyrir ákvæði b-liðar 3. mgr. 3. gr. laganna skal hámark fasteignaskatts samkvæmt þessum lið vera sem hér segir miðað við álagningarstofn og hækka þannig í þrepum:
     Árið 1996 1,17%.
     Árið 1997 1,22%.
     Árið 1998 1,27%.
     Árið 1999 1,32%.

8. gr.

     5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum orðast svo:
     Bráðabirgðaákvæði þetta gildir þar til álagningu árið 1999 á grundvelli ákvæðisins er lokið.

9. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1996. Ákvæði 6. gr. tekur til ofgreiðslu sem á sér stað eftir það tímamark.

Samþykkt á Alþingi 18. desember 1995.