Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 468, 120. löggjafarþing 253. mál: lögskráning sjómanna (öryggisfræðsla).
Lög nr. 162 28. desember 1995.

Lög um breytingu á lögum um lögskráningu sjómanna, nr. 43/1987, sbr. lög nr. 16/1994.


1. gr.

     7. tölul. 1. mgr. 7. gr. laganna orðast svo: Yfirlýsingu um að skipverji hafi hlotið öryggisfræðslu í Slysavarnaskóla sjómanna eða með öðrum hætti. Skipstjórnarmenn og aðrir skipverjar skulu hafa fullnægt ákvæði þessu fyrir 31. desember 1996. Veita má skipverja sem skráður er í fyrsta sinn sex mánaða frest til að fullnægja þessu ákvæði.

2. gr.

     Lög þessi taka þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 1995.