Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 625, 120. löggjafarþing 296. mál: stjórn fiskveiða (umframveiði síldar og hörpudisks).
Lög nr. 16 11. mars 1996.

Lög um breyting á lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir orðinu „síldar“ í 3. mgr. 10. gr. laganna kemur: 10% af aflamarki hörpudisks og 5% af aflamarki innfjarðarrækju.

2. gr.

     4. mgr. 10. gr. laganna, sbr. 3. gr. laga nr. 83/1995, orðast svo:
     Þá er heimilt að veiða 5% umfram aflamark hverrar botnfisktegundar, síldar og úthafsrækju og 3% umfram aflamark innfjarðarrækju og hörpudisks, enda dregst sá umframafli frá við úthlutun aflamarks næsta fiskveiðiárs á eftir.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. febrúar 1996.