Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 876, 120. löggjafarþing 271. mál: umferðarlög (einkamerki).
Lög nr. 37 10. maí 1996.

Lög um breyting á umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987.


1. gr.

     Á eftir 64. gr. kemur ný grein, 64. gr. a, svohljóðandi:
     Dómsmálaráðherra getur sett reglur um heimild eiganda ökutækis til að velja tiltekna bókstafi og tölustafi á skráningarmerki ökutækisins (einkamerki).
     Fyrir rétt til einkamerkis skal greiða 25.000 kr., auk gjalds fyrir skráningu og skráningarmerki. Fyrir skráningu á flutningi einkamerkis af einu ökutæki á annað í samræmi við reglur sem settar eru skv. 1. mgr. skal greiða sama gjald og fyrir skráningu eigendaskipta að ökutæki. Gjaldið renni til Umferðarráðs.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 29. apríl 1996.