Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 875, 120. löggjafarþing 367. mál: innflutningur dýra (gjald fyrir einangrun).
Lög nr. 40 10. maí 1996.

Lög um breytingu á lögum um innflutning dýra, nr. 54/1990.


1. gr.

     Við 7. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Eigendur dýra og erfðaefnis greiða gjöld fyrir þjónustu sóttvarnastöðvar samkvæmt gjaldskrá er landbúnaðarráðherra setur, að fengnum tillögum yfirdýralæknis. Við ákvörðun um gjaldskrá skal við það miðað að tekjur sóttvarnastöðvar standi undir útgjöldum hennar.

2. gr.

     Í stað orðanna „Búnaðarfélags Íslands“ í 1. og 2. mgr. 12. gr. og 1. mgr. 20. gr. laganna kemur: Bændasamtaka Íslands.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 29. apríl 1996.