Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1169, 120. löggjafarþing 510. mál: almannatryggingar (sérfæði).
Lög nr. 100 14. júní 1996.

Lög um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 117/1993, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 1. mgr. 33. gr. laganna bætist nýr stafliður, er verður g-liður, svohljóðandi: Að veita styrk til kaupa á næringarefnum og sérfæði sem lífsnauðsynlegt er vegna hamlaðrar líkamsstarfsemi.

2. gr.

     3. mgr. 33. gr. laganna orðast svo:
     Tryggingaráð setur reglur um greiðslu styrkja skv. a-, b- og g-liðum. Afla skal greiðsluheimildar frá Tryggingastofnun ríkisins fyrir fram. Tryggingastofnun getur áskilið vottorð sérfræðings um nauðsyn hjálpartækis, þjálfunar, næringarefnis eða sérfæðis.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 4. júní 1996.