Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1018, 121. löggjafarþing 585. mál: tekjuskattur og eignarskattur (staðgreiðsla opinberra gjalda).
Lög nr. 22 28. apríl 1997.

Lög um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
I.
     Þrátt fyrir ákvæði laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, skal innheimtuhlutfall í staðgreiðslu vera 40,88% vegna launatímabila frá 1. maí 1997 til og með 31. desember 1997.
II.
     Þrátt fyrir ákvæði A- og B-liða 68. gr. laganna skal persónuafsláttur vera 286.812 kr. á ári og sjómannaafsláttur vera 671 kr. á dag við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1998 vegna tekna og eigna árið 1997.
     Sjómannaafsláttur, 671 kr. á dag, samkvæmt þessu ákvæði, svo og persónuafsláttur, 23.901 kr. á mánuði, skal gilda í staðgreiðslu vegna launatímabila frá 1. maí 1997 til og með 31. desember 1997.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 23. apríl 1997.