Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1027, 121. löggjafarþing 76. mál: iðnaðarlög (EES-reglur).
Lög nr. 40 6. maí 1997.

Lög um breytingu á iðnaðarlögum, nr. 42 18. maí 1978, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir 1. mgr. 2. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, 2.–3. mgr., er orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði laga þessara hafa ríkisborgarar eða lögaðilar aðildarríkja að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið rétt til að starfa í iðnaði á grundvelli skuldbindinga Íslands um viðurkenningu á starfi og starfsþjálfun í iðnaði í öðru EES-ríki. Ráðherra getur kveðið nánar á um þennan rétt í reglugerð.
     Lögreglustjórar skulu staðfesta réttmæti gagna um starf og starfsþjálfun eftir að viðkomandi félagi iðnaðarmanna, m.a. landssamtökum meistara og sveina, hefur verið gefinn kostur á að segja álit sitt. Lögreglustjórar hafa eftirlit með framkvæmd þessara ákvæða. Ágreining um rétt má bera undir ráðherra og enn fremur leita úrskurðar dómstóla.

2. gr.

     Við 1. mgr. 15. gr. laganna bætist nýr töluliður, 6. tölul., svohljóðandi:
  1. Ef ríkisborgari aðildarríkis að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið starfar hér án þess að staðfesting skv. 3. mgr. 2. gr. liggi fyrir.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 23. apríl 1997.