Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1370, 121. löggjafarþing 549. mál: vörugjald af ökutækjum (vöruflutningar).
Lög nr. 47 22. maí 1997.

Lög um breytingu á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 4. gr. laganna:
  1. E-liður 3. tölul. orðast svo: Ökutæki sem aðallega eru ætluð til vöruflutninga og eru yfir 5 tonn að heildarþyngd.
  2. C-liður 4. tölul. orðast svo: Ökutæki sem aðallega eru ætluð til vöruflutninga og eru 5 tonn eða minna að heildarþyngd.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Greiða skal skráðum eigendum ökutækja, sem eru yfir 5 tonn að heildarþyngd og nýskráð hafa verið á síðustu 12 mánuðum fyrir gildistöku laga þessara eða sem gjaldskyld aðvinnsla hefur verið framkvæmd á á sama tímabili, einn sjötta hluta þess vörugjalds sem greitt hefur verið af þeim sökum. Ef skráður eigandi er eignarleigufyrirtæki skal greiðsla þó bundin því skilyrði að henni verði ráðstafað til leigutaka bifreiðar. Ráðherra setur í reglugerð nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis, m.a. um skilyrði og fyrirkomulag endurgreiðslu.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 1997.