Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1317, 121. löggjafarþing 479. mál: framleiðsla og sala á búvörum (verðskerðingargjöld).
Lög nr. 77 26. maí 1997.

Lög um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. lög nr. 124/1995.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 20. gr. laganna, sbr. 6. gr. laga nr. 124/1995:
  1. Í stað orðanna „og hrossakjöts“ í fyrri málslið kemur: hrossakjöts og nautgripakjöts.
  2. Í stað hlutfallstölunnar „5%“ í síðari málslið kemur: 3%.
  3. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Af nautgripakjöti skal gjaldið vera 600 kr. á alla slátraða gripi sem flokkast í UN og K gæðaflokka. Auk þess verði 1.100 kr. lagðar á hvern sláturgrip í framangreindum gæðaflokkum á tímabilinu frá 1. september til 31. desember ár hvert.


2. gr.

     Í stað hlutfallstölunnar „3%“ í fyrri málslið 1. mgr. 21. gr. laganna, sbr. 7. gr. laga nr. 124/1995, kemur: 1,8%.

3. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða III með lögum nr. 124/1995, um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99 8. september 1993, með síðari breytingum, fellur brott.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. maí 1997.