Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1321, 121. löggjafarþing 444. mál: skiptaverðmæti og greiðslumiðlun (stofnfjársjóður o.fl.).
Lög nr. 80 26. maí 1997.

Lög um breytingar á lögum nr. 24 7. maí 1986, um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. Í stað „15%“ í 1., 2. og 3. mgr. kemur: 8%.
  2. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Sambærileg skylda hvílir á þeim sem taka fiskafurðir í umboðssölu.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. Á eftir orðinu „fiskkaupendur“ kemur: svo og þeir sem taka sjávarafurðir í umboðssölu.
  2. Í stað „10%“ kemur: 8,4%.
  3. Í stað orðanna „Stofnfjársjóði fiskiskipa“ kemur: Lífeyrissjóði sjómanna.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
  1. 1. tölul. fellur brott og breytist töluröð annarra liða til samræmis við það.
  2. Í stað orðanna „Stofnfjársjóði fiskiskipa“ í 3. tölul., er verði 2. tölul., kemur: Lífeyrissjóði sjómanna.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
  1. Í stað „48%“ í 1. tölul. kemur: 37,5%.
  2. Í stað „47%“ í 2. tölul. kemur: 56,5%.
  3. Í stað „5%“ í 3. tölul. kemur: 6%.


5. gr.

     Í stað 2. mgr. 9. gr. laganna koma þrjár nýjar málsgreinar er orðast svo:
     Við skiptingu fjár milli þeirra samtaka sem um er rætt í 2. tölul. 1. mgr. annars vegar og 3. tölul. 1. mgr. hins vegar skal taka mið af fjölda félagsmanna er við fiskveiðar vinna. Skulu aðilar koma sér saman um skiptingu fjár milli hlutaðeigandi samtaka og tilkynna Lífeyrissjóði sjómanna um samkomulagið.
     Komi upp ágreiningur um skiptingu fjár skv. 2. mgr. geta þau samtök sem um er rætt í 2. og 3. tölul. 1. mgr. óskað eftir því við sjávarútvegsráðherra að skipaður verði gerðardómur til að leysa úr ágreiningnum. Gerðardómur vegna ágreinings um skiptingu fjár skv. 2. tölul. 1. mgr. skal skipaður fimm mönnum, tveim tilnefndum af Sjómannasambandi Íslands, einum tilnefndum af Alþýðusambandi Austfjarða, einum tilnefndum af Alþýðusambandi Vestfjarða og einum tilnefndum af dómstjóra héraðsdóms Reykjavíkur og er sá jafnframt formaður gerðardómsins. Gerðardómur um skiptingu fjár skv. 3. tölul. 1. mgr. skal skipaður þremur mönnum, einum tilnefndum af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, einum tilnefndum af Vélstjórafélagi Íslands og einum tilnefndum af dómstjóra héraðsdóms Reykjavíkur og er sá jafnframt formaður gerðardóms. Gerðardómi um skiptingu fjár skv. 3. tölul. 1. mgr. er heimilt að taka mið af fleiri atriðum en um er rætt í 2. mgr. Úrskurður gerðardóms er bindandi. Kostnaður af starfi gerðardóms skal greiddur af aðilum máls.
     Sjávarútvegsráðherra getur sett reglur um starfsemi gerðardóms samkvæmt þessari grein.

6. gr.

     Í stað orðanna „Stofnfjársjóði fiskiskipa“ í 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: Lífeyrissjóði sjómanna.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna: „Fiskveiðasjóður Íslands“ kemur: Lífeyrissjóður sjómanna.
  2. Orðin „Stofnfjársjóðs fiskiskipa og“ falla brott.
  3. Við greinina bætist ný málsgrein er orðast svo:
  4.      Aðilar greiðslumiðlunar skv. 8. og 9. gr. skulu koma sér saman um skiptingu kostnaðar sem leiðir af umsýslu Lífeyrissjóðs sjómanna fyrir greiðslumiðlunina. Náist ekki samkomulag um skiptingu kostnaðar skal ráðherra setja reglugerð um slíka skiptingu.


8. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1998.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Eignum Styrktar- og lánasjóðs fiskiskipa og Framkvæmdasjóðs, sem verið hafa í vörslu Fiskveiðasjóðs, skal varið til rannsókna á kjörhæfni veiðarfæra og áhrifum þeirra á lífríki sjávar. Skal ráðherra semja við fjármálastofnanir um varðveislu og innheimtu verðbréfa sjóðanna.

Samþykkt á Alþingi 15. maí 1997.