Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 700, 122. löggjafarþing 323. mál: ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998 (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 130 23. desember 1997.

Lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1998.


Um breytingu á lögum nr. 83/1989, um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga, með síðari breytingu.

1. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 2. gr., sbr. 3.–6. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 154/1995, skulu tekjur af sérstökum eignarskatti umfram 315 millj. kr. renna í ríkissjóð á árinu 1998.

Um breytingu á lögum nr. 12/1952, um ráðstöfun erfðafjárskatts og erfðafjár ríkissjóðs til vinnuheimila.

2. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. laganna skulu tekjur af erfðafjárskatti á árinu 1998 umfram 185 millj. kr. renna í ríkissjóð.

Um breytingar á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, með síðari breytingu.

3. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 40. gr. laganna, sbr. 4. gr. laga nr. 161/1996, um hlutverk Framkvæmdasjóðs fatlaðra, greiðist á árinu 1998 af ráðstöfunarfé sjóðsins kostnaður við félagslega hæfingu og endurhæfingu skv. 27. gr. laganna og kostnaður vegna starfsemi stjórnarnefndar skv. 52. gr. laganna.

4. gr.

     Lokamálsliður 48. gr. laganna fellur brott.

Um breytingar á lögum nr. 12/1997, um atvinnuleysistryggingar.

5. gr.

     Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein, er verður 23. gr. A, svohljóðandi:
     Atvinnuleysistryggingasjóður skal greiða hlutdeild í kostnaði við rekstur svæðisvinnumiðlana, sbr. 22. gr. laga nr. 13/1997, um vinnumarkaðsaðgerðir, eins og kveðið er á um í fjárlögum hverju sinni.

6. gr.

     Í stað „1997“ í ákvæði til bráðabirgða IV með lögunum kemur: 1998.

Um breytingu á lögum nr. 46/1997, um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga.

7. gr.

     Á eftir 4. mgr. 24. gr. laganna kemur ný málsgrein, er verður 5. mgr., svohljóðandi:
     Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga skal greiða hlutdeild í kostnaði við rekstur svæðisvinnumiðlana, sbr. 22. gr. laga nr. 13/1997, um vinnumarkaðsaðgerðir, eins og kveðið er á um í fjárlögum hverju sinni.

Um breytingu á lögum nr. 13/1997, um vinnumarkaðsaðgerðir.

8. gr.

     22. gr. laganna orðast svo:
     Kostnaður af rekstri Vinnumálastofnunar og svæðisvinnumiðlana greiðist af ríkissjóði og af tekjum Atvinnuleysistryggingasjóðs og Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga, eins og ákveðið er í fjárlögum hverju sinni.

Um breytingar á lögum nr. 117/1993, um almannatryggingar, með síðari breytingum.

9. gr.

     2. mgr. 18. gr. laganna, sbr. 15. gr. laga nr. 148/1994, fellur brott.

10. gr.

     65. gr. laganna orðast svo:
     Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 59. gr. og fjárhæðir skv. 17. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.

11. gr.

     6. tölul. ákvæðis til bráðabirgða við lögin, sbr. 34. gr. laga nr. 144/1995, fellur brott.

12. gr.

     Við ákvæði laganna til bráðabirgða bætist nýr töluliður, er verður 7. tölul., svohljóðandi:
  1. Á árinu 1997 skal heimilt að hækka bætur almannatrygginga um allt að 6,6% umfram forsendur fjárlaga.


Um breytingu á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingu.

13. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 2. gr. laganna, eins og henni var breytt með 1. gr. laga nr. 156/1996:
  1. Í stað hlutfallstölunnar „1,3%“ í 1. mgr. kemur: 1,15%.
  2. Í stað hlutfallstölunnar „3,95%“ í 3. mgr. kemur: 3,99%.
  3. Í stað hlutfallstölunnar „3,0%“ í b-lið 5. mgr. kemur: 3,04%.
  4. Í stað hlutfallstölunnar „3,5%“ í c-lið 5. mgr. kemur: 3,54%.
  5. Í stað hlutfallstölunnar „4,6%“ í b-lið 6. mgr. kemur: 4,64%.
  6. Í stað hlutfallstölunnar „4,25%“ í c-lið 6. mgr. kemur: 4,29%.


Um breytingu á lögum nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum.

14. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laganna, sbr. 30. gr. laga nr. 29/1993, 2. gr. laga nr. 68/1996 og 67. gr. laga nr. 111/1992, skulu 1.164 millj. kr. af innheimtum mörkuðum tekjum samkvæmt lögunum renna í ríkissjóð á árinu 1998.

Um breytingu á lögum nr. 31/1987, um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum, með síðari breytingu.

15. gr.

     Við 14. gr. laganna, sbr. 52. gr. laga nr. 144/1995, bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó er heimilt að verja hluta þeirra til greiðslu stofnkostnaðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir því sem ákveðið er í fjárlögum.

Um breytingu á lögum nr. 41/1992, um brunavarnir og brunamál, með síðari breytingu.

16. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 23. gr. laganna, sbr. 5. gr. laga nr. 15/1997, skulu tekjur af brunavarnagjaldi umfram 79 millj. kr. renna í ríkissjóð á árinu 1998.

Gildistaka.

17. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1998. Ákvæði 12. gr. skal þó öðlast gildi við birtingu.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 1997.