Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1461, 122. löggjafarþing 639. mál: stjórn fiskveiða og Þróunarsjóður sjávarútvegsins (krókaveiðar).
Lög nr. 49 3. júní 1998.

Lög um breytingar á lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, og lögum nr. 92 24. maí 1994, um Þróunarsjóð sjávarútvegsins, með síðari breytingum.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. Á eftir 3. málsl. 2. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Óheimilt er að flytja veiðileyfi frá báti sem stundar veiðar með þorskaflahámarki til báts sem stundar veiðar með tilteknum fjölda sóknardaga.
  2. Á eftir 1. málsl. 5. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Óheimilt er að flytja veiðileyfi frá báti sem stundar veiðar með þorskaflahámarki til báts sem stundar veiðar með tilteknum fjölda sóknardaga.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „sem leyfi hefur fengið til veiða með tilteknum fjölda sóknardaga“ í 6. málsl. 5. mgr. kemur: sem stundað hefur veiðar með tilteknum fjölda sóknardaga síðastliðin tvö fiskveiðiár.
  2. Í stað orðsins „Veiðiferð“ í 3. málsl. 6. mgr. kemur: Sóknardegi.


II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 92/1994, um Þróunarsjóð sjávarútvegsins.

3. gr.

     Í stað orðanna „1. apríl 1998“ í 1. málsl. ákvæðis til bráðabirgða III í lögunum kemur: 1. október 1998.

III. KAFLI
Gildistaka.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. maí 1998.