Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1545, 122. löggjafarþing 619. mál: tollalög (vörur á sviði upplýsingatækni o.fl.).
Lög nr. 81 16. júní 1998.

Lög um breyting á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á orðskilgreiningum 1. mgr. 1. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „sbr. viðauka II við lög þessi“ í skilgreiningu orðsins Tollabinding kemur: sbr. viðauka IIA og IIB við lög þessi. Einnig hámark tolla samkvæmt ráðherrayfirlýsingu um viðskipti með vörur á sviði upplýsingatækni, sem undirrituð var í Singapore 13. desember 1996, sbr. viðauka IIC við lög þessi.
  2. Orðin „Póst- og símamálastofnunarinnar eða annað sambærilegt gagnaflutningsnet“ í skilgreiningu orðsins Gagnaflutningsnet falla brott.


2. gr.

     Í stað orðanna „IIA og IIB“ í 1. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: IIA, IIB og IIC.

3. gr.

     Í stað orðsins „sölugengi“ hvarvetna í 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: viðmiðunargengi.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
  1. 4. málsl. 1. mgr. orðast svo: Ábyrgð umboðsaðila eða rekstraraðila frísvæðis eða tollvörugeymslu fellur þó niður hafi aðflutningsgjöld verið skuldfærð á innflytjanda eða viðtakanda vöru hjá tollstjóra, nema umboðs- eða rekstraraðili hafi ekki haft heimild frá innflytjanda eða viðtakanda til skuldfærslunnar eða ef umboðs- eða rekstraraðili vissi eða mátti vita að upplýsingar sem veittar voru í tengslum við tollafgreiðslu væru rangar eða ófullnægjandi.
  2. Í stað tilvísunarinnar „17. gr.“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: 16. gr.
  3. Orðin „enda ábyrgist umboðsaðilar og innflytjendur eða viðtakendur vara in solidum greiðslu aðflutningsgjalda“ í 3. málsl. 3. mgr. falla brott.
  4. 6. mgr. orðast svo:
  5.      Þeir sem koma fram gagnvart tollyfirvöldum vegna SMT-tollafgreiðslu skulu varðveita öll tölvutæk gögn er varða tollafgreiðsluna. Þeir skulu halda fullkomna skrá eða gagnadagbók í réttri tímaröð og geyma óbreytt öll rammaskeyti sem þeir senda tollstjórum eða móttaka frá þeim. Þegar gagnadagbók er haldin á tölvutæku formi skal á auðveldan hátt vera unnt að nálgast rammaskeyti og endurmynda þau á læsilegan hátt og prenta þau ef þess er óskað.
  6. 7. mgr. orðast svo:
  7.      Ef innflytjandi eða viðtakandi vöru er bókhaldsskyldur skal hann varðveita skrifleg gögn er varða innflutning og tollafgreiðslu í samræmi við ákvæði laga um bókhald, nr. 145/1994, og fyrirmæli sett samkvæmt þeim lögum. Ef innflytjandi eða viðtakandi vöru er ekki bókhaldsskyldur skulu tollstjóra afhent öll skrifleg gögn er snerta tollmeðferð vöru.
  8. Í stað orðsins „póststofnunar“ í 9. mgr. kemur: póstþjónustuaðila.


5. gr.

     Við 18. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 2. mgr. og orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er tollyfirvaldi heimilt að taka við pro forma reikningum eða viðskiptareikningum í stað frumrits eða samrits þegar verðmæti vöru er óverulegt eða hún augljóslega ekki ætluð til sölu hér á landi, til dæmis þegar um persónulega muni er að ræða.

6. gr.

     2. mgr. 31. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra skipar aðaldeildarstjóra og deildarstjóra til fimm ára í senn. Ríkistollstjóri skipar aðra tollverði og ræður aðra starfsmenn við embætti sitt, sbr. 39. gr. Að tillögu ríkistollstjóra getur ráðherra ákveðið að einn þeirra skuli vera staðgengill ríkistollstjóra. Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um starfsheiti tollvarða.

7. gr.

     2. málsl. 2. mgr. 35. gr. laganna orðast svo: Ríkistollstjóri skal kveða upp rökstuddan úrskurð um endurákvörðun innan 30 daga frá lokum þess frests sem hann veitti aðila til að tjá sig um fyrirhugaða breytingu.

8. gr.

     4. mgr. 36. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra skipar aðaldeildarstjóra og deildarstjóra til fimm ára í senn. Tollstjóri skipar aðra tollverði og ræður aðra starfsmenn við embætti sitt, sbr. 39. gr. Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um starfsheiti tollvarða.

9. gr.

     Við 38. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Um kærur til ríkistollanefndar og störf hennar fer eftir ákvæðum 101. og 102. gr.

10. gr.

     39. gr. laganna ásamt fyrirsögn orðast svo:
Skipun tollvarða og ráðning tollstarfsmanna.
     Tollstjórar og ríkistollstjóri skipa tollverði til fimm ára í senn og ráða aðra tollstarfsmenn og skipta með þeim störfum. Hver sá sem skipaður er til starfa sem tollvörður skal hafa lokið prófi frá tollskóla eða hlotið sambærilega menntun. Tollverðir og aðrir tollstarfsmenn starfa í umboði og á ábyrgð viðkomandi tollyfirvalds.
     Tollstjórum og ríkistollstjóra er heimilt að setja mann tímabundið til starfa sem tollvörð vegna orlofstöku, veikinda- eða slysaforfalla eða tímabundinna leyfa tollvarða. Jafnframt er tollstjóra og ríkistollstjóra heimilt að setja mann tímabundið til starfa sem tollvörð meðan tekin er ákvörðun um hvort rétt sé að skipa tollvörð að fullu skv. 1. mgr. eða meðan hann stundar nám við tollskólann.

11. gr.

     Orðin „sem ákveður um framhald málsins“ í 3. málsl. 1. mgr. 50. gr. laganna falla brott.

12. gr.

     Í stað orðsins „Póststjórnin“ í 68. gr. laganna kemur: Póstþjónustuaðili.

13. gr.

     1. málsl. 4. mgr. 99. gr. laganna orðast svo: Tollstjóri skal kveða upp rökstuddan úrskurð um endurákvörðun innan 30 daga frá lokum þess frests sem hann veitti aðila til að tjá sig um fyrirhugaða breytingu.

14. gr.

     Orðin „eða innan 60 daga frá póstlagningardegi tilkynningar um endurákvörðun tollstjóra á aðflutningsgjöldum skv. 99. gr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 100. gr. laganna falla brott.

15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 101. gr. laganna:
  1. Á eftir orðunum „Innflytjandi getur skotið endurákvörðun ríkistollstjóra skv. 35. gr.“ í 1. mgr. kemur: úrskurði tollstjóra um endurákvörðun skv. 99. gr.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Ríkistollstjóri getur kært úrskurð tollstjóra um endurákvörðun skv. 99. gr., úrskurð tollstjóra skv. 100. gr. og ákvörðun tollstjóra skv. 142. gr. til ríkistollanefndar innan sama frests og greindur er í 1. mgr.
  4. Við 5. mgr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Úrskurðir nefndarinnar skulu rökstuddir þannig að aðilar megi sjá á hvaða kæruatriðum og heimildum tollflokkun, tollverð eða álagning séu byggð.
  5. 11. mgr. fellur brott.


16. gr.

     Í stað orðanna „Póst- og símamálastofnun“ og „hún“ í 1. mgr. 107. gr. laganna kemur: Póstþjónustuaðili, og: hann.

17. gr.

     1. og 2. mgr. 111. gr. laganna orðast svo:
     Ábyrgð á greiðslu aðflutningsgjalda hvílir á innflytjanda eða viðtakanda vöru.
     Nú kemur annar en innflytjandi eða viðtakandi vöru fram gagnvart tollyfirvöldum vegna tollmeðferðar vöru og ber hann þá ásamt innflytjanda in solidum ábyrgð á greiðslu aðflutningsgjalda. Ábyrgð umboðsmanns fellur brott hafi aðflutningsgjöld verið skuldfærð á innflytjanda eða viðtakanda, sbr. þó 4. málsl. 1. mgr. 14. gr.

18. gr.

     Í stað orðanna „afhent farmflytjanda eða öðrum vörsluaðila til útflutnings“ í 1. mgr. 121. gr. laganna kemur: flutt úr landi.

19. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 122. gr. laganna:
  1. 5. málsl. 2. mgr. fellur brott.
  2. Við greinina bætist ný málsgrein sem verður 4. mgr. og orðast svo:
  3.      Sé útflytjandi framleiðsluvara annar en framleiðandi þeirra skal auk upprunavottorðs útflytjanda liggja fyrir yfirlýsing framleiðanda sem staðfesti að framleiðsluvörurnar uppfylli skilyrði um fríðindameðferð samkvæmt fríverslunar- eða milliríkjasamningi sem Ísland er aðili að.


20. gr.

     Tollskrárnúmerið 8507.8010 í viðauka I með lögunum orðast svo:
A E
% %
8507.8010 — —
Rafgeymar sem eru 1,2 V einingar í loftþéttum
hylkjum, einnig rafgeymar, samsettir úr tveimur
eða fleiri slíkum einingum 0

21. gr.

     Við viðauka II með lögunum bætist nýr kafli, Viðauki IIC, Tollabindingar, er orðast svo:
(VIÐAUKAR MYNDAÐIR)

22. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 4. júní 1998.