Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 590, 123. löggjafarþing 322. mál: afnám laga um húsaleigu sem fylgir vísitölu húsnæðiskostnaðar.
Lög nr. 168 31. desember 1998.

Lög um afnám laga nr. 62/1984, um húsaleigu sem fylgir breytingum vísitölu húsnæðiskostnaðar.


1. gr.

      Lög um húsaleigu sem fylgir breytingum vísitölu húsnæðiskostnaðar, nr. 62 15. maí 1984, falla úr gildi 1. apríl 1999.
     Hagstofa Íslands skal reikna og tilkynna um verðbótahækkun húsaleigu skv. 5. gr. laganna í síðasta sinn frá og með 1. janúar 1999 miðað við breytingar meðallauna á síðasta fjórðungi ársins 1998, sbr. 2. gr. laganna.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 1998.