Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 410, 125. löggjafarþing 81. mál: grunnskólar (einsetning, samræmd lokapróf).
Lög nr. 104 27. desember 1999.

Lög um breyting á lögum nr. 66/1995, um grunnskóla, með síðari breytingum.


1. gr.

     Síðari málsliður 1. mgr. 46. gr. laganna orðast svo: Við lok grunnskóla skal gefa nemendum kost á að þreyta samræmd lokapróf í allt að sex námsgreinum sem menntamálaráðherra ákveður.

2. gr.

     1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum orðast svo:
     Menntamálaráðherra er heimilt að veita sveitarfélögum sem þess óska frest til 1. september 2004 til að framkvæma ákvæði 3. gr. um einsetinn grunnskóla.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 1999.