Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 936, 125. löggjafarþing 360. mál: erfðafjárskattur (yfirstjórn).
Lög nr. 18 14. apríl 2000.

Lög um breytingu á lögum nr. 83/1984, um erfðafjárskatt, með síðari breytingu.


1. gr.

     Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 2. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 53/1997, kemur: ráðherra.

2. gr.

     Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 2. mgr. 9. gr. laganna kemur: Ráðherra.

3. gr.

     Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytið“ í 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: stjórnarráðið.

4. gr.

     Í stað orðsins „Félagsmálaráðuneytið“ í 2. mgr. 22. gr. laganna kemur: Stjórnarráðið.

5. gr.

     Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 23. gr. laganna kemur: Ráðherra.

6. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 5. apríl 2000.