Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1041, 125. löggjafarþing 407. mál: stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum (flutningur aflahámarks).
Lög nr. 36 5. maí 2000.

Lög um breytingu á lögum nr. 38 11. maí 1998, um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum.


1. gr.

     C-liður 2. gr. laganna orðast svo: Aðeins er heimilt að færa milli skipa aflahámark sem úthlutað er samkvæmt reglum fyrri málsliðar b-liðar. Tilkynna skal Fiskistofu fyrir fram um flutning aflahámarks og öðlast hann ekki gildi fyrr en Fiskistofa hefur staðfest flutninginn.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 26. apríl 2000.