Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1320, 125. löggjafarþing 568. mál: siglingalög (sjópróf).
Lög nr. 69 20. maí 2000.

Lög um breytingar á siglingalögum, nr. 34/1985, með síðari breytingum.


1. gr.

     219. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 220. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Sjópróf fyrir héraðsdómi skal haldið ef Siglingastofnun Íslands, rannsóknarnefnd sjóslysa, eigandi, útgerðarmaður, leigutaki skips eða skipstjóri fyrir þeirra hönd, farmeigandi eða vátryggjandi skips, áhafnar, farþega eða farms eða lögreglustjóri, yfirvélstjóri, meiri hluti skipshafnar eða stéttarfélög viðkomandi sjómanna óska þess sérstaklega. Nú hlýst tjón af siglingu skips eða útgerð skips og getur þá tjónþoli á sama hátt óskað eftir sjóprófi.
  3. Í stað orðanna „landhelgi, sbr. 1. gr. l. nr. 41/1979“ í 2. mgr. kemur: efnahagslögsögu, sbr. 3. gr. laga nr. 41/1979.
  4. Í stað orðanna „getur þá Siglingastofnun Íslands eða rannsóknarnefnd sjóslysa“ í 3. mgr. kemur: geta þá sömu aðilar og greinir í 1. mgr.
  5. Á eftir 5. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  6.      Nú synjar héraðsdómari að fram fari sjópróf og er þá heimilt að kæra þá ákvörðun til Hæstaréttar.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 221. gr. laganna:
  1. 2. mgr. fellur brott.
  2. Á eftir orðinu „lögregluyfirvöld“ í 3. mgr. kemur: og rannsóknarnefnd sjóslysa.
  3. Orðin „sem greinir í 2. mgr.“ í 4. mgr. falla brott.
  4. 5. mgr. fellur brott.


4. gr.

     Lokamálsliður 222. gr. laganna fellur brott.

5. gr.

     223. og 224. gr. laganna falla brott.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 226. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Þegar sjópróf fer fram gefur dómari sjóprófsbeiðanda kost á að leiða og spyrja vitni. Aðrir þeir sem óskað geta sjóprófs, sbr. 220. gr., geta á sama hátt leitt og spurt vitni, kynnt sér málsskjöl og gert þær bókanir sem þeir telja nauðsynlegar. Vitnaskýrslur skal bóka eða samandregin skýrsla dómara um framburð vitna hljóðrituð og síðan vélrituð nema dómari telji nauðsyn bera til að milliliðalaus hljóðritun sé notuð.
  3. 3. mgr. fellur brott.
  4. Í stað orðanna „við sjópróf skal dómurinn skoða“ og „jafnframt skal dómurinn framkvæma eða láta framkvæma“ í 4. mgr. kemur: við sjópróf getur dómurinn skoðað, og: jafnframt getur dómurinn framkvæmt eða látið framkvæma.
  5. 5. mgr. orðast svo:
  6.      Þegar halda skal sjópróf ber sjóprófsbeiðanda að tilkynna Siglingastofnun Íslands, rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglustjóra þar sem sjópróf er haldið þar um.
  7. 6. og 7. mgr. falla brott.
  8. Á eftir orðinu „senda“ í 8. mgr. kemur: viðkomandi lögreglustjóra.


7. gr.

     Í stað orðanna „getur þá Siglingastofnun, rannsóknarnefnd sjóslysa, útgerðarmaður eða skipstjóri“ í 228. gr. laganna kemur: geta þá þeir sem sjóprófs geta beiðst, sbr. 1. mgr. 220. gr.

8. gr.

     229.–231. gr. laganna falla brott.

9. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. september 2000.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 2000.