Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1151, 126. löggjafarþing 193. mál: fjarskipti (hljóðritun símtala).
Lög nr. 29 7. maí 2001.

Lög um breytingar á lögum nr. 107/1999, um fjarskipti.


1. gr.

     Á eftir 3. mgr. 44. gr. laganna koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Aðili þarf þó ekki að tilkynna sérstaklega um upptöku samtals þegar ótvírætt má ætla að viðmælanda sé kunnugt um hljóðritunina.
     Þrátt fyrir 3. mgr. er opinberum stofnunum heimilt að hljóðrita samtöl er þeim berast þegar slík hljóðritun er eðlilegur þáttur í starfsemi stjórnvalds og nauðsynleg vegna þjóðar- og almannaöryggis. Um fyrirkomulag hljóðritunar og kynningu hennar fyrir almenningi og starfsmönnum stofnunar skal fara eftir skilyrðum sem Persónuvernd kann að setja.
     Úrvinnsla hljóðritana samkvæmt grein þessari skal vera í samræmi við lagaákvæði um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 27. apríl 2001.