Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1380, 126. löggjafarþing 625. mál: húsaleigubætur (réttur til bóta o.fl.).
Lög nr. 52 26. maí 2001.

Lög um breytingu á lögum um húsaleigubætur, nr. 138/1997.


1. gr.

     Við 3. mgr. 4. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ekki er þó skylt að þinglýsa leigusamningi vegna íbúðar í eigu sveitarfélaga eða félaga sem eru að öllu leyti í eigu sveitarfélaga.

2. gr.

     1. tölul. 6. gr. laganna orðast svo: ef umsækjandi eða einhver sem í húsnæðinu býr með honum er skyldmenni leigusala sem býr í sama húsi í beinan legg eða kjörbarn, fósturbarn, systkini, barn þeirra eða tengdaforeldri.

3. gr.

     Við 7. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 1.–4. mgr. um íbúðarhúsnæði hafa fatlaðir sem búa saman á sérstökum sambýlum fyrir fatlaða rétt til húsaleigubóta. Undanþága þessi gildir einnig um námsmenn sem eru í námi á framhalds- eða háskólastigi og leigja á heimavist eða á námsgörðum.

4. gr.

     Við 1. tölul. 11. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ekki er þó skylt að þinglýsa leigusamningi vegna íbúðar í eigu sveitarfélaga eða félaga sem eru að öllu leyti í eigu sveitarfélaga.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2001.