Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1478, 126. löggjafarþing 687. mál: aukatekjur ríkissjóðs (starfsemi utanríkisþjónustu o.fl.).
Lög nr. 59 26. maí 2001.

Lög um breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.


1. gr.

     1. mgr. 9. gr. laganna orðast svo:
     Fyrir afsagnargerðir, stefnubirtingar og aðrar slíkar gerðir er lögbókandi framkvæmir skal greiða 1.200 kr. Sama gjald skal greiða fyrir staðfestingar er starfsmenn utanríkisþjónustunnar framkvæma.

2. gr.

     Á eftir 15. tölul. 10. gr. laganna kemur nýr töluliður, svohljóðandi:
  1. Leyfi til tannsmiða.


3. gr.

     Við 11. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
  1. Útflutningsleyfi 1.200 kr.


4. gr.

     Við 12. gr. laganna bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
  1. Leyfi til skoteldasýningar 5.000 kr.
  2. Brennuleyfi 5.000 kr.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
  1. Við 1. tölul. bætist nýr stafliður, svohljóðandi:
    1. Útgáfa vegabréfa til öryrkja fer skv. 2. tölul.
  2. Á eftir 2. tölul. koma þrettán nýir töluliðir, svohljóðandi:
    1. Fyrir útgáfu diplómatískra vegabréfa og þjónustuvegabréfa:
      1. Fyrir 18–66 ára 4.600 kr.
      2. Skyndiútgáfa fyrir 18–66 ára 9.200 kr.
      3. Fyrir aðra 1.700 kr.
      4. Skyndiútgáfa fyrir aðra 3.400 kr.
    2. Aðgangsheimild að varnarsvæðum Keflavíkurflugvallar:
      1. Fyrir fastráðna starfsmenn 2.000 kr.
      2. Fyrir tímabundið skírteini 1.000 kr.
    3. Vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn 800 kr.
    4. Vegabréfsáritun til gegnumferðar um ríki
    5. (ein, tvær eða fleiri komur) 800 kr.
    6. Vegabréfsáritun til skamms tíma (hámark til 30 daga) 1.800 kr.
    7. Almenn vegabréfsáritun (hámark til 90 daga) 2.400 kr.
    8. og að auki fyrir hverja komu frá og með annarri komu 400 kr.
    9. Vegabréfsáritun fyrir fleiri en eina komu sem gildir í eitt ár 4.000 kr.
    10. Vegabréfsáritun fyrir fleiri en eina komu sem gildir að hámarki
    11. í fimm ár 4.000 kr.
    12. og að auki fyrir hvert viðbótarár 2.400 kr.
    13. Vegabréfsáritun til langs tíma 2.400 kr.
    14. Vegabréfsáritun með takmarkað gildissvið 2.400 kr.
    15. Vegabréfsáritanir skv. 5. og 6. tölul. fyrir hópa (5–50 einstaklingar) 800 kr.
    16. og að auki fyrir hvern einstakling 80 kr.
    17. Vegabréfsáritanir skv. 7. tölul. fyrir hópa (30 dagar), ein eða tvær
    18. komur (5–50 einstaklingar) 2.400 kr.
    19. og að auki fyrir hvern einstakling 80 kr.
    20. Vegabréfsáritanir skv. 7. tölul. fyrir hópa (30 dagar), meira en tvær
    21. komur (5–50 einstaklingar) 2.400 kr.
    22. og að auki fyrir hvern einstakling 240 kr.
  3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  4.      Verði vegabréfsáritun gefin út við landamæri skal innheimta tvöfalda fjárhæð þess flokks vegabréfsáritunar sem um er að ræða.


6. gr.

     Á eftir VIII. kafla laganna kemur nýr kafli, IX. kafli, Gjöld vegna sérstakrar þjónustu starfsmanna utanríkisþjónustunnar, með einni grein, svohljóðandi, og breytist töluröð kafla og greina sem því nemur:
     Greiða skal gjöld fyrir sérstaka þjónustu er starfsmenn utanríkisþjónustunnar veita svo sem hér segir:
  1. Fyrir aðstoð við útvegun vottorða og yfirlýsinga frá opinberum
  2. stjórnvöldum eða öðrum á Íslandi eða erlendis 3.000 kr.
  3. Fyrir þýðingar sendiskrifstofa, hver síða 3.500 kr.
  4. Fyrir milligöngu um birtingu stefnu í einkamálum og greiðsluáskoranir
  5. fyrir aðila erlendis 5.000 kr.
  6. Fyrir tilnefningu vegna móttöku stefna, dóma og tilkynninga
  7. fyrir hönd innlendra fyrirtækja og stofnana 10.000 kr.
  8. Fyrir millifærslu fjármuna til og frá útlöndum:
    1. Fyrir millifærslu allt að 50.000 kr. 3.000 kr.
    2. Fyrir millifærslu á bilinu 50.000 kr. til 200.000 kr. 7.500 kr.
    3. Fyrir millifærslu yfir 200.000 kr. skal greiða 3,75% af millifærðri
    4. fjárhæð en þó ekki hærra en 37.500 kr.


7. gr.

     Við 19. gr. laganna, sem verður 20. gr., bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Gjöld samkvæmt lögum þessum sem innt eru af hendi erlendis ber að greiða í mynt hlutaðeigandi ríkis í samræmi við skráð gengi hverju sinni. Gjöld sem mælt er fyrir um í 5.–10. tölul. og 12.–15. tölul. 14. gr. skulu taka mið af gengi evrunnar. Við útreikning gjalda þessara er heimilt að námunda upphæðina.

8. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. maí 2001.