Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1443, 126. löggjafarþing 688. mál: skráning og mat fasteigna (útgáfa matsskrár o.fl.).
Lög nr. 61 26. maí 2001.

Lög um breytingu á lögum um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001.


1. gr.

     Við 31. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar sem verða 2. og 3. mgr. og orðast svo:
     Fasteignamat ríkisins getur að eigin frumkvæði endurmetið einstakar eignir í því skyni að tryggja samræmt mat hliðstæðra eigna.
     Berist beiðni um endurmat fasteignar frá öðrum en eiganda og Fasteignamat ríkisins telur ástæðu til breytinga skal eiganda tilkynnt um þá breytingu sem fyrirhugað er að gera á fasteignamati. Vilji eigandi ekki una þeirri breytingu skal veita honum a.m.k. fjögurra vikna frest til að tilkynna það með sannanlegum hætti til Fasteignamats ríkisins. Að öðrum kosti tekur breytt fasteignamat gildi að liðnum fresti.

2. gr.

     2. málsl. 32. gr. laganna orðast svo: Málsmeðferð samkvæmt þessari grein og endurmat einstakra eigna skal fara eftir 31. gr. laganna.

3. gr.

     3. mgr. 35. gr. laganna orðast svo:
     Skráðu matsverði fasteigna skal breytt í Landskrá fasteigna í samræmi við framangreinda stuðla og skal það verð talið fasteignamatsverð frá og með 31. desember til jafnlengdar næsta ár nema sérstakt endurmat komi til.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. maí 2001.