Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1483, 126. löggjafarþing 708. mál: fjarskipti (skilyrði rekstrarleyfis).
Lög nr. 72 31. maí 2001.

Lög um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 107/1999.


1. gr.

     Við 8. gr. laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: um að eigendur rekstrarleyfishafa með umtalsverða markaðshlutdeild rýri ekki efnahag leyfishafans eða geri aðrar óvenjulegar ráðstafanir sem dragi verulega úr möguleikum til að uppfylla skyldur samkvæmt lögum og leyfisbréfi.

2. gr.

     Lög þessi taka þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. maí 2001.