Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 820, 127. löggjafarþing 185. mál: almenn hegningarlög (kynferðisbrot gegn börnum).
Lög nr. 14 27. febrúar 2002.

Lög um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940 (kynferðisbrot gegn börnum).


1. gr.

     Við 202. gr. laganna, sbr. 10. gr. laga nr. 40/1992, bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Hver sem greiðir barni eða ungmenni yngra en 18 ára endurgjald gegn því að hafa við það samræði eða önnur kynferðismök skal sæta fangelsi allt að 2 árum.

2. gr.

     Við 1. málsl. 4. mgr. 210. gr. laganna, sbr. 7. gr. laga nr. 39/2000, bætist: eða fangelsi allt að 2 árum ef brot er stórfellt.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 18. febrúar 2002.