Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1336, 127. löggjafarþing 598. mál: stjórnsýslulög (vanhæfi).
Lög nr. 49 26. apríl 2002.

Lög um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993.


1. gr.

     5. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo: Ef hann á sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta, venslamenn hans skv. 2. tölul. eða sjálfseignarstofnun eða fyrirtæki í einkaeigu sem hann er í fyrirsvari fyrir. Sama á við ef næstu yfirmenn hans hjá hlutaðeigandi stjórnvaldi eiga sjálfir sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta. Verði undirmaður vanhæfur til meðferðar máls verða næstu yfirmenn hans aftur á móti ekki vanhæfir til meðferðar þess af þeirri ástæðu einni.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 22. apríl 2002.