Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1393, 127. löggjafarþing 669. mál: merkingar og upplýsingaskylda varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl. (EES-reglur).
Lög nr. 61 2. maí 2002.

Lög um breytingu á lögum nr. 72/1994, um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl.


1. gr.

     1. gr. laganna orðast svo:
     Tilgangur laga þessara er að stuðla að því að orka sé notuð með skynsamlegum og hagkvæmum hætti með því að tryggja að neytendur hafi greiðan aðgang að samræmdum upplýsingum um orkunotkun og hávaðamengun tækja sem lögin ná til, svo og áhrif á umhverfi auk annars er varðar rekstur þeirra.

2. gr.

     1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
     Lög þessi taka til merkinga og staðlaðra upplýsinga um heimilistæki, bifreiðar og tæki eða búnað til hitunar húsnæðis og upphitunar á vatni sem kveðið er á um í reglugerð.

3. gr.

     1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
     Framleiðandi, fulltrúi hans eða sá er markaðssetur vöru, hér eftir nefndur birgðasali, skal láta neytendum í té upplýsingar um orkunotkun, orkunýtni, hávaða og annað er varðar rekstur þeirra tækja sem seld eru, leigð, boðin til sölu eða leigu og tilgreindar eru í reglugerð sem sett er á grundvelli laga þessara. Upplýsingar þessar skulu vera á íslensku og þær skal samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð vera að finna á merkimiðum, sérstökum upplýsingablöðum eða veggspjöldum.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 26. apríl 2002.