Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1324, 127. löggjafarþing 315. mál: virðisaukaskattur (viðauki, niðurfelling gjalda, endurgreiðslur o.fl.).
Lög nr. 64 2. maí 2002.

Lög um breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum.


1. gr.

     6. og 8. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna orðast svo:
  1. Sala bóka, jafnt frumsaminna sem þýddra.
  2. Sala á matvörum og öðrum vörum til manneldis samkvæmt nánari afmörkun í viðauka við lög þessi. Sala veitingahúsa, mötuneyta og annarra hliðstæðra aðila á tilreiddum mat og þjónustu er þó skattskyld skv. 1. mgr. þessarar greinar. Fjármálaráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um virðisaukaskattsskylda sölu á vörum til manneldis.


2. gr.

     3. mgr. 35. gr. laganna orðast svo:
     Kaupandi, sem skyldugur er til að greiða virðisaukaskatt skv. 1. mgr., skal ótilkvaddur gera skattstjóra grein fyrir kaupum á þjónustu í sérstakri skýrslu í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Gjalddagi er fimmti dagur annars mánaðar frá lokum þess almenna uppgjörstímabils sem viðskiptin falla undir. Greiðslu ásamt skýrslu skal skila til innheimtumanns ríkissjóðs eigi síðar en á gjalddaga. Um skattverð, uppgjör, álagningu, áætlun, endurákvörðun, álag, dráttarvexti og kærur skal, eftir því sem við getur átt, fara með eins og í viðskiptum innan lands. Ráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar.

3. gr.

     7. tölul. 1. mgr. 36. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 42. gr. laganna:
  1. Orðin „og vera verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu“ í 2. málsl. 2. mgr. falla brott.
  2. Á eftir 3. málsl. 2. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Endurgreiðsla vegna vinnu manna við endurbætur eða viðhald skal gerð á grundvelli framlagðra reikninga eins fljótt og auðið er, þó aldrei síðar en 14 dögum eftir að skattstjóra barst erindið.
  3. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd endurgreiðslu samkvæmt þessari málsgrein.
  4. Við greinina bætast tvær nýjar málsgreinar, 7. og 8. mgr., svohljóðandi:
  5.      Endurgreiða skal virðisaukaskatt af tækjum og búnaði sem mannúðar- og líknarstofnanir fá að gjöf eða kaupa fyrir styrkfé, enda sé um að ræða vöru sem nýtt er beint til viðkomandi starfsemi. Endurgreiðsluheimild samkvæmt þessari málsgrein er bundin sömu skilyrðum og gilda um gjafir til mannúðar- og líknarstarfsemi og koma fram í b-lið 8. tölul. 1. mgr. 5. gr. tollalaga, nr. 55/1987, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 797/2000, um undanþágu aðflutningsgjalda í ýmsum tilvikum.
         Endurgreiða skal virðisaukaskatt af innflutningi eða kaupum á ökutækjum sem ætluð eru fyrir starfsemi björgunarsveita, enda liggi fyrir staðfesting landssamtaka björgunarsveita á því að viðkomandi ökutæki verði einungis notuð í þágu björgunarsveita. Fjármálaráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um framkvæmd endurgreiðslu skv. 7. og 8. mgr.


5. gr.

     Á eftir 43. gr. laganna kemur ný grein, 43. gr. A, svohljóðandi:
     Réttur til sérstakra endurgreiðslna skv. XIII. kafla og ákvæðum til bráðabirgða í lögum þessum fellur niður ef umsókn um endurgreiðslu berst viðkomandi stjórnvaldi eftir að sex ár eru liðin frá því að réttur til endurgreiðslu stofnaðist.

6. gr.

     Í stað viðauka við lögin kemur nýr viðauki sem orðast svo ásamt fyrirsögn:
Viðauki.
     Af vörum til manneldis í eftirgreindum tollskrárnúmerum skal greiða 14% virðisaukaskatt:
0201.1000–0210.9990 Kjöt og ætir hlutar af dýrum.
0302.1101–0307.9920 Fiskur, krabbadýr, lindýr og aðrir vatna- og sjávarhryggleysingjar.
0401.1000–0401.3000 Mjólk og rjómi. Þó skal greiða 24,5% virðisaukaskatt af ógerilsneyddum vörum í þessum tollflokkum.
0402.1000–0410.0000 Mjólkurafurðir, fuglaegg, náttúrulegt hunang og ætar vörur úr dýraríkinu, ót.a.
0504.0001–0504.0009 Þarmar, blöðrur og magar úr dýrum (þó ekki úr fiski), heilt og í stykkjum.
0511.9901 Dýrablóð.
0701.1000–0714.9000 Matjurtir og tilteknar rætur og hnýði.
0801.1100–0814.0000 Ætir ávextir, hnetur og hýði af sítrusávöxtum eða melónum.
0901.1100–0910.9900 Kaffi, te, maté og krydd.
1001.1001–1004.0009 Hveiti, meslín, rúgur, bygg og hafrar.
1005.9001–1008.2009 Maís (annar en fræ), rís, dúrra, bókhveiti og hirsi.
1008.9009 Annað korn, ót.a.
1101.0010–1105.2009 Malaðar vörur (korn, mjöl, bögglar og flögur).
1106.1000 Mjöl úr þurrkuðum belgávöxtum.
1106.2009 Mjöl úr sagó, rótum eða hnýðum.
1106.3000 Mjöl úr ávöxtum og hnetum.
1107.1000–1202.2000 Malt, sterkja, inúlín, hveitiglúten, sojabaunir og jarðhnetur.
1204.0000 Línfræ (hörfræ).
1206.0000–1208.9000 Sólblómafræ, önnur olíufræ, olíurík aldin og mjöl úr þeim vörum.
1211.9001–1211.9002 Plöntur og plöntuhlutar til manneldis (basilíkum, borasurt, mynta, rósmarín, rúturunni, salvía og malurt).
1212.1000 Fuglatrésbaunir (jóhannesarbrauð).
1212.2009 Sjávargróður og þörungar (söl o.fl.).
1302.2001 og 1302.2009 Pektínefni, pektínöt, pektöt, jurtaslím og hleypiefni.
1501.0011 og 1501.0021 Svína- og alifuglafeiti.
1502.0011 og 1502.0021 Fita af dýrum af nautgripaætt, kindum eða geitum.
1503.0001 Svínafeitisterín, svínaolía, tólgarsterín, oleóolía og tólgarolía.
1504.1001 og 1504.1002 Þorskalýsi.
1504.1004 Lýsi úr fisklifur, ót.a.
1507.1001 og 1507.9001 Sojabaunaolía.
1508.1001 og 1508.9001 Jarðhnetuolía.
1509.1001 og 1509.9001 Ólívuolía.
1510.0001 Aðrar olíur.
1511.1001 og 1511.9001 Pálmaolía.
1512.1101 og 1512.1901 Olía úr fræi sólblóma eða körfublóma.
1512.2101 og 1512.2901 Olía úr fræi baðmullar.
1513.1101 og 1513.1901 Kókoshnetuolía.
1513.2101 og 1513.2901 Pálmakjarna- eða babassúolía.
1514.1101 og 1514.1901 Repju-, kolsa- eða mustarðsolía.
1514.9101 og 1514.9901 Repju-, kolsa- eða mustarðsolía.
1515.2101, 1515.2901,
1515.5001 og 1515.9001 Maísolía, sesamolía og önnur olía eða feiti, ót.a.
1516.1001–1516.2002,
1516.2009 Feiti eða olíur, hertar.
1517.1001–1517.9009 Smjörlíki og blöndur eða framleiðsla til manneldis úr jurtafeiti eða -olíum.
1601.0010–1605.9029 Framleiðsla úr kjöti, fiski eða krabbadýrum, lindýrum eða öðrum vatnahryggleysingjum.
1701.1100–1702.9009 Sykur (þó ekki skrautsykur).
1703.1002 og 1703.1009 Reyrmelassi.
1703.9009 Melassi, ót.a.
1801.0000–1804.0000 Kakaóvörur, svo sem kakaóbaunir, kakaódeig og kakaósmjör (þó ekki kakaóduft).
1806.2002 og 1806.9021 Búðingsduft, búðingar og súpur sem innihalda kakaó.
1806.9011–1806.9019 Efni til framleiðslu á drykkjarvörum sem innihalda kakaó.
1806.9022 Fæða sem inniheldur kakaó, sérstaklega tilreidd fyrir sjúka.
1806.9027 og 1806.2007 Morgunverðarkorn sem inniheldur kakaó.
1901.1000–1904.9009 Framleiðsla úr korni, fínmöluðu mjöli, sterkju eða mjólk.
1905.1000 Hrökkbrauð.
1905.3122 Sætakex og smákökur sem innihalda minna en 20% af sykri.
1905.4000 Tvíbökur, ristað brauð og áþekkar ristaðar vörur.
1905.9011 og 1905.9019 Brauð.
1905.9020 Ósætt kex.
1905.9030 Saltkex og kryddkex.
1905.9040 Kökur og konditorstykki.
1905.9051 og 1905.9059 Bökur, þ.m.t. pítsur (pizza).
1905.9060 Nasl (snack), ót.a.
1905.9090 Brauðvörur, ót.a.
2001.1000–2008.9909 Framleiðsla úr matjurtum, ávöxtum, hnetum eða öðrum plöntuhlutum.
2101.1100–2101.3009 Kjarni, kraftur og seyði úr kaffi, tei eða maté.
2102.1001–2102.2002 Ger og bökunarduft.
2102.2009–2102.3009 Ger og bökunarduft.
2103.1000–2104.2009 Sósur, súpur og seyði og framleiðsla í það, blönduð bragðefni og bragðbætiefni, jafnblönduð samsett matvæli.
2105.0011–2105.0029 Rjómaís og annar ís til manneldis.
2106.1000 Próteinseyði og textúruð próteinefni.
2106.9023 Blöndur jurta eða jurtahluta til lögunar á seyði.
2106.9024 Drykkjarvara, sérstaklega tilreidd fyrir börn og sjúka.
2106.9025 Tilreidd drykkjarvöruefni sem innihalda prótein o.fl.
2106.9026 Tilreidd drykkjarvöruefni úr gingsengkjörnum o.fl.
2106.9041–2106.9049 Búðingsduft, ót.a.
2106.9051 Blöndur úr kemískum efnum og fæðu, svo sem sakkaríni og laktósa, notaðar sem sætuefni.
2106.9059 Létt smjörlíki o.fl. að meginstofni úr feiti og vatni.
2106.9062 Ávaxtasúpur og -grautar.
2106.9064 Búðingsduft með kjötinnihaldi sem að magni til er 3%, til og með 20%, miðað við þyngd.
2106.9069 Ýmis matvælaframleiðsla, ót.a.
2201.9011–2201.9029 Drykkjarvatn, annað en ölkelduvatn.
2202.1021–2202.1029 Drykkjarvara, sérstaklega tilreidd fyrir börn og sjúka.
2202.9011–2202.9019 Blönduð mjólk (25% eða minna blönduð miðað við rúmmál).
2202.9021–2202.9029 Drykkjarvara, sérstaklega tilreidd fyrir börn og sjúka.
2501.0001 Matarsalt í smásöluumbúðum, 5 kg eða minna.
2836.1001 Ammoníumkarbónat (hjartarsalt) í smásöluumbúðum, 1 kg eða minna.
2836.3001 og 2836.4001 Karbónöt í smásöluumbúðum, 1 kg eða minna.
2836.9902 Pottaska í smásöluumbúðum, 1 kg eða minna.
2918.1200–2918.1300 Vínsýra.
2922.4201 Glútamínsýra í smásöluumbúðum, 1 kg eða minna.
2925.1101 Sakkarín og sölt þess í smásöluumbúðum, 1 kg eða minna.
3203.0001 Matarlitur.
3302.1010 Blöndur af ilmandi efnum til matvælaiðnaðar.
3501.9001 Kaseínöt.
3502.1101 og 3502.1901 Albúmín.
3502.2001 og 3502.9001 Albúmín.
3503.0011 og 3503.0021 Matarlím (gelatín o.fl.).
3824.9008 Blanda úr sakkaríni og kemískum efnum í smásöluumbúðum, 1 kg eða minna.

7. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2002.

Samþykkt á Alþingi 20. apríl 2002.