Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 671, 128. löggjafarþing 321. mál: Lífeyrissjóður bænda (skylduaðild maka, skipting iðgjalda).
Lög nr. 140 18. desember 2002.

Lög um breyting á lögum nr. 12/1999, um Lífeyrissjóð bænda.


1. gr.

     1. og 2. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: Sjóðfélagar skulu vera allir bændur og makar þeirra sem starfa að búrekstri. Ef maki bónda er ekki aðili að búrekstri og á ekki sjálfsagða fulla aðild að öðrum lífeyrissjóði skal sjóðstjórn veita honum aðild að Lífeyrissjóði bænda óski viðkomandi þess skriflega.

2. gr.

     1. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
     Iðgjöld bónda, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 2. gr., vegna búrekstrar, sbr. 3. gr., skulu skiptast milli hans og maka hans eða sambúðaraðila í þeim hlutföllum sem hann hefur óskað eftir skriflega og skal hlutur makans ganga til myndunar sjálfstæðra lífeyrisréttinda hans.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 11. desember 2002.