Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 733, 128. löggjafarþing 352. mál: birting laga og stjórnvaldaerinda (Lögbirtingablaðið).
Lög nr. 165 20. desember 2002.

Lög um breyting á lögum um birtingu laga og stjórnvaldaerinda, nr. 64 16. desember 1943.


1. gr.

     Við 5. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Heimilt er að gefa Lögbirtingablað út og dreifa því á rafrænan hátt, þar á meðal á netinu. Verði útgáfa Lögbirtingablaðs eingöngu rafræn skulu þeir sem þess óska áfram geta keypt Lögbirtingablað í prentuðu formi í áskrift eða fengið einstök tölublöð send gegn greiðslu kostnaðar af prentun þeirra og sendingu. Dómsmálaráðherra mælir í reglugerð nánar fyrir um rafræna útgáfu Lögbirtingablaðs, þar á meðal um persónuvernd og gagnaöryggi.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2003.

Samþykkt á Alþingi 12. desember 2002.