Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 709, 130. löggjafarþing 306. mál: breyting á ýmsum lögum á orkusviði.
Lög nr. 135 19. desember 2003.

Lög um breytingu á ýmsum lögum á orkusviði.


Breyting á orkulögum, nr. 58 29. apríl 1967, með síðari breytingum.

1. gr.

     Við 80. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Þó skulu aðilar skv. 1. mgr. greiða til sveitarfélaga þau opinber gjöld sem gert er að greiða af fasteignum í eigu þeirra samkvæmt öðrum lagafyrirmælum.

Breyting á lögum um stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja, nr. 10 19. mars 2001, með síðari breytingum.

2. gr.

     Við 14. gr. laganna bætist nýr málsliður er verður 2. málsl., svohljóðandi: Þó skal Hitaveita Suðurnesja hf. greiða til sveitarfélaga þau opinber gjöld sem gert er að greiða af fasteignum félagsins samkvæmt öðrum lagafyrirmælum.

Breyting á lögum um stofnun hlutafélags um Norðurorku, nr. 159 20. desember 2002, með síðari breytingum.

3. gr.

     Við 1. mgr. 9. gr. laganna bætist nýr málsliður er verður 2. málsl., svohljóðandi: Þó skal Norðurorka hf. greiða til sveitarfélaga þau opinber gjöld sem gert er að greiða af fasteignum félagsins samkvæmt öðrum lagafyrirmælum.

Breyting á lögum um stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða, nr. 40 30. maí 2001, með síðari breytingum.

4. gr.

     Við 12. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó skal Orkubú Vestfjarða hf. greiða til sveitarfélaga þau opinber gjöld sem gert er að greiða af fasteignum félagsins samkvæmt öðrum lagafyrirmælum.

Breyting á lögum um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur, nr. 139 21. desember 2001, með síðari breytingum.

5. gr.

     Við 10. gr. laganna bætist nýr málsliður er verður 2. málsl., svohljóðandi: Þó skal Orkuveita Reykjavíkur greiða til sveitarfélaga þau opinber gjöld sem gert er að greiða af fasteignum fyrirtækisins samkvæmt öðrum lagafyrirmælum.

6. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 13. desember 2003.