Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 982, 131. löggjafarþing 215. mál: umgengni um nytjastofna sjávar o.fl. (refsiákvæði, breyting ýmissa laga).
Lög nr. 22 22. mars 2005.

Lög um breytingu á lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, og lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 57/1996.

1. gr.

     2. mgr. 23. gr. laganna orðast svo:
     Við fyrsta brot skal sekt eigi nema hærri fjárhæð en 4.000.000 kr. eftir eðli og umfangi brots. Við ítrekað brot skal sekt eigi nema lægri fjárhæð en 400.000 kr. og eigi hærri fjárhæð en 8.000.000 kr., sömuleiðis eftir eðli og umfangi brots.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 38/1990.

2. gr.

     2. mgr. 25. gr. laganna orðast svo:
     Við fyrsta brot skal sekt eigi nema hærri fjárhæð en 4.000.000 kr. eftir eðli og umfangi brots. Við ítrekað brot skal sekt eigi nema lægri fjárhæð en 400.000 kr. og eigi hærri fjárhæð en 8.000.000 kr., sömuleiðis eftir eðli og umfangi brots.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 79/1997.

3. gr.

     17. gr. laganna orðast svo:
     Brot gegn öðrum ákvæðum laga þessara, reglum settum samkvæmt lögum þessum eða ákvæðum leyfisbréfa varða sektum sem eigi skulu nema hærri fjárhæð en 4.000.000 kr. eftir eðli og umfangi brots. Við ítrekað brot skal sekt eigi nema lægri fjárhæð en 400.000 kr. og eigi hærri fjárhæð en 8.000.000 kr., sömuleiðis eftir eðli og umfangi brots.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 151/1996.

4. gr.

     1. mgr. 14. gr. laganna orðast svo:
     Brot gegn öðrum ákvæðum laga þessara, reglum settum samkvæmt lögum þessum eða ákvæðum leyfisbréfa varða sektum sem eigi skulu nema hærri fjárhæð en 4.000.000 kr. eftir eðli og umfangi brots. Við ítrekað brot skal sekt eigi nema lægri fjárhæð en 400.000 kr. og eigi hærri fjárhæð en 8.000.000 kr., sömuleiðis eftir eðli og umfangi brots.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. mars 2005.