Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 984, 131. löggjafarþing 484. mál: löggiltir niðurjöfnunarmenn sjótjóns og sala fasteigna, fyrirtækja og skipa (EES-reglur).
Lög nr. 26 22. mars 2005.

Lög um breyting á lögum um löggilta niðurjöfnunarmenn sjótjóns, nr. 74 11. júní 1938, og lögum um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa, nr. 99 9. júní 2004.


1. gr.

     Við 2. gr. laga um löggilta niðurjöfnunarmenn sjótjóns, nr. 74 11. júní 1938, bætist ný málsgrein er orðast svo:
     Skilyrði 1. tölul. 1. mgr. um lögheimili hér á landi gildir ekki um ríkisborgara annarra aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

2. gr.

     Við 2. gr. laga um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa, nr. 99 9. júní 2004, bætist ný málsgrein er orðast svo:
     Skilyrði a-liðar 1. mgr. um lögheimili hér á landi gildir ekki um ríkisborgara annarra aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. mars 2005.