Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1211, 131. löggjafarþing 537. mál: meinatæknar og heilbrigðisþjónusta (lífeindafræðingar).
Lög nr. 35 4. maí 2005.

Lög um breytingu á lögum um meinatækna, nr. 99/1980, og lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 97/1990, með síðari breytingum.


I. KAFLI
Breyting á lögum um meinatækna, nr. 99/1980.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Leyfi skv. 1. gr. má aðeins veita þeim sem lokið hafa prófi í lífeindafræði frá háskóla hér á landi.
  3. 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Áður en leyfi er veitt samkvæmt þessari málsgrein skal leitað umsagnar Félags lífeindafræðinga og háskóla eða háskóladeildar sem menntar lífeindafræðinga.
  4. Við bætast tvær nýjar málsgreinar sem orðast svo:
  5.      Enginn má kalla sig sérfræðing á tilteknu sviði lífeindafræði nema hann hafi fengið til þess leyfi ráðherra.
         Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um veitingu sérfræðileyfa innan lífeindafræði að fengnum tillögum landlæknis, Félags lífeindafræðinga og háskóla eða háskóladeildar sem menntar lífeindafræðinga.


2. gr.

     6. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á lögunum:
  1. Í stað orðsins „meinatæknir“ í 1., 3., 5., 7. og 8. gr. kemur í viðeigandi beygingarfalli: lífeindafræðingur.
  2. Í stað orðanna „Meinatæknafélags Íslands“ í 3. gr. kemur: Félags lífeindafræðinga.
  3. Í stað orðsins „meinatæknastarfa“ í 4. gr. kemur: starfa lífeindafræðings.


4. gr.

     Heiti laganna verður: Lög um lífeindafræðinga.

II. KAFLI
Breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 97/1990, með síðari breytingum.

5. gr.

     Við 2. málsl. 1. mgr. 26. gr. laganna bætist: þ.m.t. rannsóknastofur þar sem stundaðar eru lækningarannsóknir.

6. gr.

     Við 2. málsl. 2. mgr. 27. gr. laganna bætist: og hvort stofnunin uppfylli þær faglegu kröfur sem gera þarf til viðkomandi starfsemi.

7. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 26. apríl 2005.