Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1424, 132. löggjafarþing 624. mál: virðisaukaskattur (lágmark virðisaukaskattsskyldrar sölu o.fl.).
Lög nr. 45 12. júní 2006.

Lög um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.


1. gr.

     Orðin „efnis- og“ í 2. málsl. 2. mgr. 3. gr. laganna falla brott.

2. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „220.000“ í 3. tölul. 4. gr. laganna kemur: 500.000.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
  1. 3. mgr. orðast svo:
  2.      Ákvæði 2. mgr. þessarar greinar skulu einnig gilda um skattskylda byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð skv. 2. mgr. 3. gr.
  3. 4. mgr. orðast svo:
  4.      Fjármálaráðherra getur sett nánari reglur í reglugerð um mat til verðs samkvæmt þessari grein eða falið það ríkisskattstjóra.


4. gr.

     Í stað orðsins „tíu“ í 5. málsl. 2. mgr. 16. gr. laganna kemur: tuttugu.

5. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2006.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2006.