Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1453, 132. löggjafarþing 614. mál: niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar (styrkir til hitaveitna).
Lög nr. 86 13. júní 2006.

Lög um breytingu á lögum nr. 78/2002, um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 11. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Til starfandi hitaveitna sem hafa einkaleyfi til dreifingar á heitu vatni og stækka veitusvæði sitt með yfirtöku á hitaveitum sem ekki hafa slíkt einkaleyfi, dreifa heitu vatni um dreifikerfi sitt til a.m.k. 5 aðgreindra húsveitna og standa frammi fyrir kostnaðarsömum aðgerðum vegna endurnýjunar dreifikerfis. Ráðherra er heimilt að setja nánari skilyrði í reglugerð.

2. gr.

     Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 12. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þegar um er að ræða styrki á grundvelli 3. tölul. 11. gr. skal miðað við 20.000 kWst ársnotkun á hverja íbúð sem tengd er veitunni. Við ákvörðun styrkfjárhæðar skal miðað við fjárhæð niðurgreiðslu í dreifbýli á veitusvæði Rafmagnsveitna ríkisins.

3. gr.

     Við 14. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Styrkir til hitaveitu á grundvelli 3. tölul. 11. gr. skulu renna óskertir til hitaveitunnar.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2006.