Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 682, 133. löggjafarþing 376. mál: ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf. (tímasetningar á tilteknum ráðstöfunum).
Lög nr. 156 15. desember 2006.

Lög um breyting á lögum nr. 133/2005, um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „1.500 millj. kr. árið 2007, 2.500 millj. kr. árið 2008“ í a-lið 2. mgr. kemur: 100 millj. kr. árið 2007, 3.900 millj. kr. árið 2008.
  2. C-liður 2. mgr. orðast svo: Gerð gatnamóta við Nesbraut: 600 millj. kr.
  3. Verja skal til þessa verkefnis 400 millj. kr. árið 2007 og 200 millj. kr. árið 2008.
  4. Í stað orðanna „400 millj. kr. árið 2007 og 400 millj. kr. árið 2008“ í e-lið 2. mgr. kemur: 200 millj. kr. árið 2007 og 600 millj. kr. árið 2008.
  5. Í stað orðanna „300 millj. kr. árið 2007, 400 millj. kr. árið 2008“ í g-lið 2. mgr. kemur: 700 millj. kr. árið 2008.


2. gr.

     4. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Verja skal til kaupa eða leigu á fjölnota varðskipi og til kaupa eða leigu á eftirlitsflugvél fyrir Landhelgisgæslu Íslands 500 millj. kr. árið 2006, 500 millj. kr. árið 2007 og 2.000 millj. kr. árið 2008.

3. gr.

     Í stað ártalsins „2007“ í 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: 2006.

4. gr.

     Í stað orðanna „300 millj. kr. til þessa verkefnis árið 2007, 300 millj. kr. árið 2008“ í 2. mgr. 8. gr. laganna kemur: 600 millj. kr. til þessa verkefnis árið 2008.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. desember 2006.