Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 678, 133. löggjafarþing 357. mál: olíugjald og kílómetragjald o.fl. (refsiákvæði og tímabundin lækkun olíugjalds).
Lög nr. 169 20. desember 2006.

Lög um breyting á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl., með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Gjaldskyldum aðilum skv. 3. gr. er heimilt að selja eða afhenda olíu skv. 1. gr. án innheimtu olíugjalds í eftirtöldum tilvikum.
  2. 1. tölul. 1. mgr. orðast svo: til nota á varðskip, kaupskip og önnur skip sem notuð eru í atvinnurekstri og skráð eru 6 metrar eða lengri.
  3. Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, 2. tölul., sem orðast svo: til nota á önnur skip og báta en greinir í 1. tölul.
  4. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, 1. málsl., svohljóðandi: Skilyrði sölu eða afhendingar olíu án innheimtu olíugjalds skv. 2.–9. tölul. 1. mgr. er að í olíuna hafi verið bætt litar- og merkiefnum, sbr. 5. gr.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
  1. Í stað „528/1998“ í 2. málsl. 7. mgr. kemur: 688/2005.
  2. Lokamálsliður 7. mgr. orðast svo: Heildarþyngd ökutækis með farmi má ekki vera umfram gjaldþyngd þess.


3. gr.

     14. gr. laganna fellur brott og breytast greinatölur samkvæmt því.

4. gr.

     Við 1. mgr. 15. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ríkisskattstjóra er heimilt við ákvörðun kílómetragjalds og/eða sérstaks kílómetragjalds að fella gjaldið niður sé það lægra en 200 kr.

5. gr.

     1. mgr. 17. gr. laganna orðast svo:
     Komi í ljós fyrir eða eftir ákvörðun kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds skv. 14. gr. að ökutæki hafi heimildarlaust verið í umferð án þess að vera búið ökumæli, ökumælir hafi verið óvirkur eða talið of lítið eða telji ríkisskattstjóri af öðrum ástæðum að ökumælir sé ekki nægilega örugg heimild um akstur ökutækis skal hann skriflega skora á eiganda eða umráðamann ökutækis að láta í té skýringar og gögn um aksturinn. Fái ríkisskattstjóri innan tiltekins tíma fullnægjandi skýringar og gögn ákvarðar hann eða endurákvarðar gjald að þeim skýringum og gögnum virtum, að öðrum kosti skal ríkisskattstjóri ákvarða eða endurákvarða gjald skv. 2. mgr. Áður en ríkisskattstjóri hrindir endurákvörðun í framkvæmd skal hann skriflega gera eiganda eða umráðamanni viðvart um fyrirhugaða endurákvörðun og forsendur hennar. Skal eiganda eða umráðamanni veittur a.m.k. 15 daga frestur, frá póstlagningu tilkynningar um fyrirhugaða endurákvörðun, til að tjá sig skriflega um efni máls og leggja fram viðbótargögn áður en úrskurður um endurákvörðun er kveðinn upp. Ríkisskattstjóri hefur jafnframt heimild, að framangreindri málsmeðferð virtri, til endurákvörðunar kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds komi í ljós að aðrar forsendur ákvörðunar hafa verið rangar, svo sem að gjaldþyngd hafi verið ranglega skráð í álestrarskrá. Ríkisskattstjóra er heimilt að falla frá endurákvörðun nemi hún lægri fjárhæð en 5.000 kr.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:
  1. Í stað „15. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 14. gr.
  2. Í stað „12., 14. og 17. gr.“ í 2. mgr. kemur: 12. og 16. gr.
  3. 4. og 5. mgr. falla brott.


7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:
  1. Á eftir orðinu „framkvæmd“ í lokamálslið 1. mgr. kemur: tiltekinna þátta.
  2. Í stað orðanna „sýni af eldsneyti sem notað er á skráningarskylt ökutæki“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: sýni úr eldsneytisgeymi ökutækis.
  3. Á eftir 2. málsl. 2. mgr. kemur nýr málsliður svohljóðandi: Einnig er eftirlitsmönnum heimilt að taka sýni úr birgðageymum, að beiðni ríkisskattstjóra.
  4. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ökumanni er skylt að stöðva ökutæki óski eftirlitsmaður þess og heimila eftirlitsmanni að gera nauðsynlegar athuganir til að staðreyna hvort lituð olía hafi verið notuð á ökutækið.
  5. 3. mgr. orðast svo:
  6.      Ríkisskattstjóri hefur eftirlit með gjaldskyldum aðilum, sem hlotið hafa skráningu skv. 3. gr., og er heimilt að krefjast þess að fá afhent bókhald og bókhaldsgögn, svo og önnur gögn er varða reksturinn. Enn fremur hefur ríkisskattstjóri aðgang að starfsstöðvum og birgðastöðvum. Að öðru leyti gilda ákvæði laga um virðisaukaskatt eftir því sem þau geta átt við.
  7. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  8.      Hafi ríkisskattstjóri grun um skattsvik eða að refsiverð brot á lögum um bókhald hafi verið framin skal hann tilkynna það skattrannsóknarstjóra ríkisins sem ákveður um framhald málsins. Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. er ríkisskattstjóra heimilt að ljúka máli án þess að vísa því til skattrannsóknarstjóra ríkisins enda sé einvörðungu um að ræða brot er varðar refsingu skv. 4. eða 5. mgr. 19. gr., sbr. 4. mgr. 20. gr.


8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna:
  1. Í stað 4. mgr. koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
  2.      Sé ökutæki heimildarlaust í umferð án þess að það sé búið ökumæli eða ef ökumælir telur ekki eða akstur er ranglega færður eða ekki færður í akstursbók eða ef heildarþyngd ökutækis með farmi er umfram gjaldþyngd þess varðar það sektum allt að 100.000 kr.
         Sé lituð olía notuð á skráningarskylt ökutæki, sbr. 3. mgr. 4. gr., varðar það sektum samkvæmt eftirfarandi töflu:
    Heildarþyngd ökutækis: Fjárhæð sektar:
    0–3.500 kg 200.000 kr.
    3.501–10.000 kg 500.000 kr.
    10.001–15.000 kg 750.000 kr.
    15.001–20.000 kg 1.000.000 kr.
    20.001 kg og þyngri 1.250.000 kr.
    Sektarfjárhæðina skal lækka hlutfallslega þegar fyrir liggur að ekki hafi verið unnt að nota litaða olíu á skráningarskylt ökutæki, sbr. 3. mgr. 4. gr., á tveggja ára tímabili, talið frá þeim tíma er brot liggur fyrir. Sektarfjárhæð skal að hámarki lækkuð um helming. Við ítrekuð brot er heimilt að tvöfalda sektarfjárhæðina. Við sérstakar aðstæður er heimilt að lækka eða fella niður sekt samkvæmt ákvæðinu.
         Skráðum eiganda ökutækis verður gerð sekt skv. 4. og 5. mgr. óháð því hvort brot megi rekja til saknæmrar háttsemi hans. Hafi umráðamaður ökutækis gerst sekur um brot skv. 4. og 5. mgr. er hann ábyrgur fyrir greiðslu sektarinnar ásamt skráðum eiganda.
  3. 7. mgr. fellur brott.
  4. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Refsingar.


9. gr.

     Á eftir 20. gr. kemur ný grein og breytast greinatölur samkvæmt því. Hin nýja grein orðast svo ásamt fyrirsögn:
Málsmeðferð.
     Yfirskattanefnd úrskurðar sektir skv. 19. gr. nema máli sé vísað til opinberrar rannsóknar og dómsmeðferðar skv. 2. mgr. Um meðferð mála hjá nefndinni fer eftir lögum nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, með síðari breytingum. Skattrannsóknarstjóri ríkisins kemur fram af hálfu hins opinbera þegar nefndin úrskurðar sektir. Úrskurðir nefndarinnar eru fullnaðarúrskurðir.
     Skattrannsóknarstjóri ríkisins getur vísað máli til opinberrar rannsóknar af sjálfsdáðum, svo og eftir ósk sökunauts ef hann vill eigi hlíta því að mál verði afgreidd af yfirskattanefnd skv. 1. mgr.
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er skattrannsóknarstjóra ríkisins eða löglærðum fulltrúa hans heimilt að gefa sökunaut kost á að ljúka refsimeðferð máls með því að greiða sekt til ríkissjóðs, enda verður brot ekki talið varða þyngri refsingu en sekt, og verður máli þá hvorki vísað til opinberrar meðferðar né sektarmeðferðar hjá yfirskattanefnd. Aðila skulu veittar upplýsingar um fyrirhugaða sektarfjárhæð áður en hann fellst á að ljúka máli með þessum hætti. Sektarákvörðun samkvæmt ákvæði þessu skal lokið innan sex mánaða frá því að rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk.
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er ríkisskattstjóra heimilt að ljúka refsimeðferð með ákvörðun sektar við brotum er varða refsingu skv. 4. eða 5. mgr. 19. gr. enda hafi málinu ekki verið vísað til skattrannsóknarstjóra ríkisins til meðferðar. Sé sekt skv. 1. málsl. greidd innan 14 daga frá ákvörðun hennar lækkar sektarfjárhæðin um 20 af hundraði. Sektarákvörðun ríkisskattstjóra er kæranleg til yfirskattanefndar innan þriggja mánaða frá póstlagningu ákvörðunar. Ríkisskattstjóri kemur fram af hálfu hins opinbera fyrir nefndinni vegna kæru á úrskurði hans.
     Skattkröfu má hafa uppi í opinberu máli sem kann að vera höfðað vegna brota gegn lögum þessum.
     Sektir fyrir brot gegn lögum þessum renna í ríkissjóð.
     Vararefsing fylgir ekki sektarákvörðunum skattyfirvalda. Um innheimtu sekta skattyfirvalda gilda sömu reglur og um innheimtu virðisaukaskatts samkvæmt lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.
     Sök skv. 19. gr. fyrnist á sex árum. Fari fram rannsókn af hálfu skattrannsóknarstjóra ríkisins eða ríkislögreglustjóra gegn aðila sem sökunaut miðast fyrningarfrestur við upphaf rannsóknar enda verði ekki óeðlilegar tafir á rannsókn máls eða ákvörðun refsingar.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. laganna:
  1. Við 7. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hið sama á við um sektir skv. 4. og 5. mgr. 19. gr.
  2. 8. mgr. orðast svo:
  3.      Kílómetragjaldi, sérstöku kílómetragjaldi og sektum skv. 4. og 5. mgr. 19. gr. fylgir lögveðsréttur í viðkomandi ökutæki.


11. gr.

     Í stað „15. gr.“ í fyrri málslið 22. gr. laganna kemur: 14. gr.

12. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2006“ í ákvæði til bráðabirgða I í lögunum, sbr. lög nr. 81/2006 og lög nr. 70/2005, kemur: 31. desember 2007.

13. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2006“ í ákvæði til bráðabirgða II í lögunum, sbr. lög nr. 81/2006, kemur: 31. desember 2007.

14. gr.

     Heiti laganna verður: Lög um olíugjald og kílómetragjald.

15. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. desember 2006.