Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1294, 133. löggjafarþing 465. mál: almenn hegningarlög (aukin refsivernd lögreglu).
Lög nr. 25 23. mars 2007.

Lög um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 106. gr. laganna:
  1. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður er orðast svo: Ef brot samkvæmt þessari málsgrein beinist að opinberum starfsmanni, sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar, má beita fangelsi allt að 8 árum.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Sá sem tálmar því á annan hátt að handhafi lögregluvalds eða tollgæsluvalds gegni skyldustörfum sínum skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Geri maður öðrum opinberum starfsmanni slíkar tálmanir þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
  4. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein er orðast svo:
  5.      Nú hefur sá sem dæmdur er sekur um brot á þessari grein áður sætt refsingu samkvæmt greininni eða honum hefur verið refsað fyrir brot sem tengt er að öðru leyti við vísvitandi ofbeldi, og má þá hækka refsingu allt að helmingi.
  6. 3. mgr., er verður 4. mgr., orðast svo:
  7.      Jafnfætis þeim opinberu starfsmönnum, sem ekki hafa heimild að lögum til líkamlegrar valdbeitingar, standa þeir menn sem dómari eða yfirvald kveður sér til aðstoðar við rekstur opinbers starfs.


2. gr.

     2. málsl. 107. gr. laganna orðast svo: Aðrir þátttakendur upphlaupsins, sem ofríki hafa haft í frammi eða ekki hafa hlýðnast skipun yfirvalds er skorað hefur á mannsöfnuðinn að sundrast, skulu sæta fangelsi allt að 6 árum eða sektum ef brot er smáfellt.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. mars 2007.