Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1363, 133. löggjafarþing 523. mál: viðurlög við brotum á fjármálamarkaði (viðurlög við efnahagsbrotum).
Lög nr. 55 27. mars 2007.

Lög um breytingar á lagaákvæðum um viðurlög við brotum á fjármálamarkaði.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 33/2003, um verðbréfaviðskipti.

1. gr.

     74. gr. laganna orðast svo:
     Fjármálaeftirlitið getur lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gegn:
  1. 1. mgr. 22. gr. um almennt útboð verðbréfa og lýsingu,
  2. 23. gr. um upplýsingar í lýsingu,
  3. 1. mgr. 24. gr. um viðauka við lýsingu,
  4. 1. mgr. 26. gr. um árlega upplýsingagjöf,
  5. 2. og 3. mgr. 32. gr. um flöggunarskyldu,
  6. 1. mgr. 37. gr. um tilboðsskyldu,
  7. 6. mgr. 37. gr., 2. mgr. 38. gr. og 52. gr. um tilboðsyfirlit,
  8. 39. gr. um tilkynningu um tilboð,
  9. 40. gr. um skilmála tilboðs,
  10. 41. gr. um skyldur stjórnar,
  11. 2. mgr. 43. gr. um ógildingu tilboðs,
  12. 3. mgr. 44. gr. um skyldu til að birta breytingar á tilboði opinberlega,
  13. 1. mgr. 46. gr. um upplýsingar um niðurstöður tilboðs,
  14. 54. gr. um tilkynningar viðskiptavaka,
  15. 55. gr. um markaðsmisnotkun og milligöngu fjármálafyrirtækis,
  16. 59. gr. um upplýsingaskyldu, frestun upplýsingaskyldu og lögmæta miðlun innherjaupplýsinga,
  17. 60. gr. um innherjasvik,
  18. 1. mgr. 61. gr. um milligöngu fjármálafyrirtækis,
  19. 62. gr. um rannsóknarskyldu fruminnherja,
  20. 63. gr. um tilkynningarskyldu fruminnherja,
  21. 64. gr. um birtingu upplýsinga um viðskipti stjórnenda,
  22. 65. gr. um innherjaskrá,
  23. 66. gr. um tilkynningu til innherja,
  24. 67. gr. um eftirlit með meðferð innherjaupplýsinga og viðskiptum innherja,
  25. sátt milli Fjármálaeftirlitsins og aðila, sbr. 75. gr.

     Þá getur Fjármálaeftirlitið lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gróflega eða ítrekað gegn 4.–16. gr. um réttindi og skyldur fjármálafyrirtækja.
     Sektir sem lagðar eru á einstaklinga geta numið frá 10 þús. kr. til 20 millj. kr. Sektir sem lagðar eru á lögaðila geta numið frá 50 þús. kr. til 50 millj. kr. Við ákvörðun sekta skal m.a. tekið tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot er að ræða. Ákvarðanir um stjórnvaldssektir skulu teknar af stjórn Fjármálaeftirlitsins og eru þær aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Séu stjórnvaldssektir ekki greiddar innan mánaðar frá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.
     Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 75. gr. laganna:
  1. Greinin orðast svo:
  2.      Hafi aðili gerst brotlegur við ákvæði laga þessara eða ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins á grundvelli þeirra er Fjármálaeftirlitinu heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila, enda sé ekki um að ræða meiri háttar brot sem refsiviðurlög liggja við. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Fjármálaeftirlitið setur nánari reglur um framkvæmd ákvæðisins.
  3. Fyrirsögn greinarinnar fellur brott.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 76. gr. laganna:
  1. Greinin orðast svo:
  2.      Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssekta eða kæru til lögreglu hefur maður, sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot, rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Fjármálaeftirlitið skal leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.
  3. Fyrirsögn greinarinnar fellur brott.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 77. gr. laganna:
  1. Greinin orðast svo:
  2.      Heimild Fjármálaeftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssektir samkvæmt lögum þessum fellur niður þegar sjö ár eru liðin frá því að háttsemi lauk.
         Frestur skv. 1. mgr. rofnar þegar Fjármálaeftirlitið tilkynnir aðila um rannsókn á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að broti.
  3. Fyrirsögn greinarinnar fellur brott.


5. gr.

     78. gr. laganna orðast svo ásamt fyrirsögn:
Sektir eða fangelsi allt að tveimur árum.
     Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn ákvæðum:
  1. 1. mgr. 22. gr. um almennt útboð verðbréfa og lýsingu,
  2. 23. gr. um upplýsingar í lýsingu,
  3. 1. mgr. 24. gr. um viðauka við lýsingu,
  4. 1. mgr. 26. gr. um árlega upplýsingagjöf,
  5. 2. og 3. mgr. 32. gr. um flöggunarskyldu,
  6. 1. mgr. 37. gr. um tilboðsskyldu,
  7. 6. mgr. 37. gr. og 2. mgr. 38. gr. um tilboðsyfirlit,
  8. 39. gr. um tilkynningu um tilboð,
  9. 40. gr. um skilmála tilboðs,
  10. 41. gr. um skyldur stjórnar,
  11. 2. mgr. 43. gr. um ógildingu tilboðs,
  12. 1. mgr. 46. gr. um upplýsingar um niðurstöður tilboðs,
  13. 54. gr. um tilkynningar viðskiptavaka,
  14. 59. gr. um upplýsingaskyldu, frestun upplýsingaskyldu og lögmæta miðlun innherjaupplýsinga,
  15. 62. gr. um rannsóknarskyldu fruminnherja,
  16. 63. gr. um tilkynningarskyldu fruminnherja,
  17. 64. gr. um birtingu upplýsinga um viðskipti stjórnenda,
  18. 65. gr. um innherjaskrá,
  19. 67. gr. um eftirlit með meðferð innherjaupplýsinga og viðskiptum innherja.


6. gr.

     Á eftir 78. gr. laganna koma þrjár nýjar greinar, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
     
     a. (78. gr. a.)
Sektir eða fangelsi allt að sex árum.
     Það varðar sektum eða fangelsi allt að sex árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn ákvæðum:
  1. 1. mgr. 55. gr. um markaðsmisnotkun,
  2. 2. mgr. 55. gr. og 1. mgr. 61. gr. um milligöngu fjármálafyrirtækis,
  3. 60. gr. um innherjasvik,

     
     b. (78. gr. b.)
     Brot gegn lögum þessum er varða sektum eða fangelsi varða refsingu hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi.
     Heimilt er að gera upptækan með dómi beinan eða óbeinan hagnað sem hlotist hefur af broti gegn ákvæðum laga þessara er varða sektum eða fangelsi.
     Tilraun til brots eða hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.
     
     c. (78. gr. c.)
     Brot gegn lögum þessum sæta aðeins opinberri rannsókn að undangenginni kæru Fjármálaeftirlitsins til lögreglu.
     Varði meint brot á lögum þessum bæði stjórnvaldssektum og refsingu metur Fjármálaeftirlitið hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá stofnuninni. Ef brot eru meiri háttar ber Fjármálaeftirlitinu að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef það lýtur að verulegum fjárhæðum, ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Jafnframt getur Fjármálaeftirlitið á hvaða stigi rannsóknar sem er vísað máli vegna brota á lögum þessum til opinberrar rannsóknar. Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.
     Með kæru Fjármálaeftirlitsins skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot er studdur við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að kæra mál til lögreglu.
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem stofnunin hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að taka þátt í aðgerðum lögreglu sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
     Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta Fjármálaeftirlitinu í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Lögreglu er heimilt að taka þátt í aðgerðum Fjármálaeftirlitsins sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
     Telji ákærandi að ekki séu efni til málshöfðunar vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi sem jafnframt varðar stjórnsýsluviðurlögum getur hann sent eða endursent málið til Fjármálaeftirlitsins til meðferðar og ákvörðunar.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með síðari breytingum.

7. gr.

     110. gr. laganna orðast svo ásamt fyrirsögn:
Stjórnvaldssektir.
     Fjármálaeftirlitið getur lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gegn:
  1. 3. gr. um að starfsleyfisskyld starfsemi skuli ekki stunduð án starfsleyfis,
  2. 8. gr. um tilkynningar um breytingar á áður skráðum upplýsingum um fjármálafyrirtæki,
  3. 1. mgr. 12. gr. um einkarétt fjármálafyrirtækja til að nota í firma sínu eða til nánari skýringar á starfsemi sinni heiti þeirrar tegundar fjármálafyrirtækja sem fyrirtækið hefur starfsleyfi fyrir,
  4. 2. mgr. 21. gr. um tilkynningarskyldu um hliðarstarfsemi,
  5. 22. gr. um tímabundna starfsemi og yfirtöku eigna,
  6. 1. málsl. 2. mgr. 26. gr. um hámarksverðmæti fjármálagerninga sem verðbréfamiðlari má varðveita fyrir eigin reikning,
  7. 3. mgr. 27. gr. um að rekstrarfélagi sé óheimilt að eignast verðbréf með atkvæðisrétti sem gerir því kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun útgefanda verðbréfa,
  8. 29. gr. um eignarhald og veðsetningu eigin hlutabréfa,
  9. 1. og 3. mgr. 30. gr. um takmarkanir á stórum áhættum,
  10. 1. mgr. 31. gr., 32. gr. og 33. gr. um starfsemi erlendra fjármálafyrirtækja hér á landi,
  11. 1. og 5. mgr. 36. gr., 1. og 4. mgr. 37. gr., 1. mgr. 38. gr. og 39. gr. um starfsemi innlendra fjármálafyrirtækja erlendis,
  12. 1. mgr. 40. gr., 47. gr. og 1. mgr. 48. gr. um virka eignarhluti,
  13. 1. og 2. málsl. 1. mgr. 53. gr. um hæfisskilyrði starfsmanna fjármálafyrirtækja sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga og tilkynningar um mannabreytingar,
  14. 2. mgr. 54. gr. um skyldu til setningar starfsreglna,
  15. 2. og 3. mgr. 55. gr. um þátttöku stjórnarmanna fjármálafyrirtækja í meðferð mála,
  16. 56. gr. um þátttöku starfsmanna í atvinnurekstri,
  17. 1. mgr. 57. gr. um viðskipti starfsmanna við fjármálafyrirtæki,
  18. 58. gr. um þagnarskyldu,
  19. 4. mgr. 63. gr. um bann við endurgreiðslu stofnfjár til stofnfjáreigenda,
  20. 1. mgr. 64. gr. um skyldu sparisjóðsstjórnar til að vísa málum til Fjármálaeftirlitsins telji hún að kaupandi stofnfjár falist eftir virkum eignarhlut í sparisjóði,
  21. 2. mgr. 70. gr. um skilyrði fyrir samþykki sparisjóðsstjórnar ef virkur eignarhlutur í sparisjóði myndast við framsal stofnfjárhlutar eða aukningu stofnfjár,
  22. 4. mgr. 73. gr. um skyldu sparisjóðs sem breytt hefur verið í hlutafélag til að nota orðið hlutafélag í heiti sínu,
  23. 4. mgr. 76. gr. um ráðstöfun fjármuna sjálfseignarstofnunar,
  24. 3. mgr. 80. gr. um upplýsingaskyldu rafeyrisfyrirtækja,
  25. 81. gr. um takmörkun fjárfestinga rafeyrisfyrirtækja,
  26. 3. málsl. 7. mgr. 84. gr. um tilkynningar til Fjármálaeftirlitsins,
  27. 1. mgr. 86. gr. um upphafsaðgerðir vegna ónógs eigin fjár,
  28. 87. gr. um samningu og undirritun ársreiknings,
  29. 1. mgr. 88. gr. um góða reikningsskilavenju,
  30. 89. gr. um skýrslu stjórnar,
  31. 91. gr. um hæfi endurskoðanda,
  32. 92. gr. um upplýsingaskyldu endurskoðanda,
  33. 95. gr. um skil ársreiknings til Fjármálaeftirlitsins,
  34. 106. gr. um samruna fjármálafyrirtækis við annað fyrirtæki eða einstaka rekstrarhluta þess,
  35. 107. gr. um eftirlitsheimildir Fjármálaeftirlitsins,
  36. sátt milli Fjármálaeftirlitsins og aðila, sbr. 111. gr.

     Þá getur Fjármálaeftirlitið lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gróflega eða ítrekað gegn 19. gr. um góða viðskiptahætti og venjur.
     Sektir sem lagðar eru á einstaklinga geta numið frá 10 þús. kr. til 20 millj. kr. Sektir sem lagðar eru á lögaðila geta numið frá 50 þús. kr. til 50 millj. kr. Við ákvörðun sekta skal m.a. tekið tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot er að ræða. Ákvarðanir um stjórnvaldssektir skulu teknar af stjórn Fjármálaeftirlitsins og eru þær aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Séu stjórnvaldssektir ekki greiddar innan mánaðar frá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.
     Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 111. gr. laganna:
  1. Greinin orðast svo:
  2.      Hafi aðili gerst brotlegur við ákvæði laga þessara eða ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins á grundvelli þeirra er Fjármálaeftirlitinu heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila, enda sé ekki um að ræða meiri háttar brot sem refsiviðurlög liggja við. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Fjármálaeftirlitið setur nánari reglur um framkvæmd ákvæðisins.
  3. Fyrirsögn greinarinnar fellur brott.


9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 112. gr. laganna:
  1. Greinin orðast svo:
  2.      Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssekta eða kæru til lögreglu hefur maður, sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot, rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Fjármálaeftirlitið skal leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.
  3. Fyrirsögn greinarinnar fellur brott.


10. gr.

     Á eftir 112. gr. laganna koma fjórar nýjar greinar, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
     
     a. (112. gr. a.)
     Heimild Fjármálaeftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssektir samkvæmt lögum þessum fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því að háttsemi lauk.
     Frestur skv. 1. mgr. rofnar þegar Fjármálaeftirlitið tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að broti.
     
     b. (112. gr. b.)
Sektir eða fangelsi.
     Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn ákvæðum:
  1. 3. gr. um að starfsleyfisskyld starfsemi skuli ekki stunduð án starfsleyfis,
  2. 2. mgr. 21. gr. um tilkynningarskyldu um hliðarstarfsemi,
  3. 22. gr. um tímabundna starfsemi og yfirtöku eigna,
  4. 1. málsl. 2. mgr. 26. gr. um hámarksverðmæti fjármálagerninga sem verðbréfamiðlari má varðveita fyrir eigin reikning,
  5. 3. mgr. 27. gr. um að rekstrarfélagi sé óheimilt að eignast verðbréf með atkvæðisrétti sem gerir því kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun útgefanda verðbréfa,
  6. 2. mgr. 29. gr. um skyldu til að setja traustar tryggingar fyrir lánum sem veitt eru í tengslum við hlutafjárútboð til kaupa á eigin hlutabréfum eða stofnfjárhlutum umfram tiltekið hlutfall heildarfjárhæðar hlutafjár,
  7. 30. gr. um takmarkanir á stórum áhættum,
  8. 1. mgr. 31. gr., 32. gr. og 33. gr. um starfsemi erlendra fjármálafyrirtækja hér á landi,
  9. 1. mgr. 40. gr., 47. gr. og 1. mgr. 48. gr. um virka eignarhluti,
  10. 2. og 3. mgr. 55. gr. um þátttöku stjórnarmanna fjármálafyrirtækja í meðferð mála,
  11. 56. gr. um þátttöku starfsmanna í atvinnurekstri,
  12. 1. mgr. 57. gr. um viðskipti starfsmanna við fjármálafyrirtæki,
  13. 58. gr. um þagnarskyldu,
  14. 1. mgr. 64. gr. um skyldu sparisjóðsstjórnar til að vísa málum til Fjármálaeftirlitsins telji hún að kaupandi stofnfjár falist eftir virkum eignarhlut í sparisjóði,
  15. 2. mgr. 70. gr. um skilyrði fyrir samþykki sparisjóðsstjórnar ef virkur eignarhlutur í sparisjóði myndast við framsal stofnfjárhlutar eða aukningu stofnfjár,
  16. 1., 2. og 4. mgr. 81. gr. um takmörkun fjárfestinga rafeyrisfyrirtækja,
  17. 1. mgr. 86. gr. um upphafsaðgerðir vegna ónógs eigin fjár,
  18. 87. gr. um samningu og undirritun ársreiknings,
  19. 1. mgr. 88. gr. um góða reikningsskilavenju,
  20. 89. gr. um skýrslu stjórnar,
  21. 91. og 92. gr. um hæfi endurskoðanda og skyldu hans til að tilkynna um ágalla í rekstri.

     Þá varðar það sömu refsingu að gefa vísvitandi rangar eða villandi upplýsingar um hagi fjármálafyrirtækis eða annað er það varðar, opinberlega eða til Fjármálaeftirlitsins, annarra opinberra aðila eða viðskiptamanna sinna.
     
     c. (112. gr. c.)
     Brot gegn lögum þessum er varða sektum eða fangelsi varða refsingu hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi.
     Heimilt er að gera upptækan með dómi beinan eða óbeinan hagnað sem hlotist hefur af broti gegn ákvæðum laga þessara er varða sektum eða fangelsi.
     Tilraun til brots eða hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.
     
     d. (112. gr. d.)
     Brot gegn lögum þessum sæta aðeins opinberri rannsókn að undangenginni kæru Fjármálaeftirlitsins til lögreglu.
     Varði meint brot á lögum þessum bæði stjórnvaldssektum og refsingu metur Fjármálaeftirlitið hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá stofnuninni. Ef brot eru meiri háttar ber Fjármálaeftirlitinu að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef það lýtur að verulegum fjárhæðum, ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Jafnframt getur Fjármálaeftirlitið á hvaða stigi rannsóknar sem er vísað máli vegna brota á lögum þessum til opinberrar rannsóknar. Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.
     Með kæru Fjármálaeftirlitsins skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot er studdur við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að kæra mál til lögreglu.
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem stofnunin hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að taka þátt í aðgerðum lögreglu sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
     Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta Fjármálaeftirlitinu í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Lögreglu er heimilt að taka þátt í aðgerðum Fjármálaeftirlitsins sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
     Telji ákærandi að ekki séu efni til málshöfðunar vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi sem jafnframt varðar stjórnsýsluviðurlögum getur hann sent eða endursent málið til Fjármálaeftirlitsins til meðferðar og ákvörðunar.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 34/1998, um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða.

11. gr.

     Á eftir 41. gr. laganna kemur nýr kafli, XIV. kafli, sem hefur fyrirsögnina Viðurlög, með sjö nýjum greinum, 42.–48. gr., ásamt fyrirsögnum, sem orðast svo og breytast greinatölur og kaflanúmer samkvæmt því:
     
     a. (42. gr.)
Stjórnvaldssektir.
     Fjármálaeftirlitið getur lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gegn:
  1. 2. mgr. 1. gr. og 34. gr. um að starfsleyfisskyld starfsemi skuli ekki stunduð án starfsleyfis,
  2. 6. gr. um tilkynningu um virkan eignarhlut,
  3. 3. mgr. 7. gr. um verðbréfaviðskipti stjórnar og starfsmanna hlutafélags sem hlotið hefur starfsleyfi,
  4. 8. gr. um nafntilgreiningu,
  5. 9. gr. um tilkynningarskyldu kauphalla og tilboðsmarkaða til Fjármálaeftirlitsins,
  6. 11. gr. um hlutverk kauphallar,
  7. 4. mgr. 15. gr. um að tilkynningar um staðfestingu á aðildarumsókn að kauphöll skuli sendar Fjármálaeftirlitinu,
  8. 2. málsl. 2. mgr. 16. gr. um tilkynningarskyldu kauphallar til Fjármálaeftirlitsins um ráðstafanir sem gerðar eru vegna brota skilyrða í aðildarsamningi,
  9. 25. gr. a um upplýsingaskyldu í ársskýrslu,
  10. 3. mgr. 29. gr. um upplýsingaskyldu markaðsaðila um eignayfirtöku á verðbréfum,
  11. 1. mgr. 30. gr. um ábyrgðartryggingu kauphallar,
  12. 32. gr. um hlutverk og starfsemi skipulegs tilboðsmarkaðar,
  13. 34. gr. a um markaðstorg,
  14. 40. gr. um þagnarskyldu,
  15. 41. gr. um skil ársreiknings til Fjármálaeftirlitsins,
  16. sátt milli Fjármálaeftirlitsins og aðila, sbr. 43. gr.

     Sektir sem lagðar eru á einstaklinga geta numið frá 10 þús. kr. til 20 millj. kr. Sektir sem lagðar eru á lögaðila geta numið frá 50 þús. kr. til 50 millj. kr. Við ákvörðun sekta skal m.a. tekið tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot er að ræða. Ákvarðanir um stjórnvaldssektir skulu teknar af stjórn Fjármálaeftirlitsins og eru þær aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Séu stjórnvaldssektir ekki greiddar innan mánaðar frá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.
     Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.
     
     b. (43. gr.)
     Hafi aðili gerst brotlegur við ákvæði laga þessara eða ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins á grundvelli þeirra er Fjármálaeftirlitinu heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila, enda sé ekki um að ræða meiri háttar brot sem refsiviðurlög liggja við. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Fjármálaeftirlitið setur nánari reglur um framkvæmd ákvæðisins.
     
     c. (44. gr.)
     Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssekta eða kæru til lögreglu hefur maður, sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot, rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Fjármálaeftirlitið skal leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.
     
     d. (45. gr.)
     Heimild Fjármálaeftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssektir samkvæmt lögum þessum fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því að háttsemi lauk.
     Frestur skv. 1. mgr. rofnar þegar Fjármálaeftirlitið tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að broti.
     
     e. (46. gr.)
Sektir eða fangelsi.
     Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn ákvæðum:
  1. 2. mgr. 1. gr. og 34. gr. um að starfsleyfisskyld starfsemi skuli ekki stunduð án starfsleyfis,
  2. 3. mgr. 7. gr. um verðbréfaviðskipti stjórnar og starfsmanna hlutafélags sem hlotið hefur starfsleyfi,
  3. 11. gr. um hlutverk kauphallar,
  4. 32. gr. um hlutverk og starfsemi skipulegs tilboðsmarkaðar,
  5. 40. gr. um þagnarskyldu,
  6. 41. gr. um skil ársreiknings til Fjármálaeftirlitsins.

     
     f. (47. gr.)
     Brot gegn lögum þessum er varða sektum eða fangelsi varða refsingu hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi.
     Heimilt er að gera upptækan með dómi beinan eða óbeinan hagnað sem hlotist hefur af broti gegn ákvæðum laga þessara er varða sektum eða fangelsi.
     Tilraun til brots eða hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.
     
     g. (48. gr.)
     Brot gegn lögum þessum sæta aðeins opinberri rannsókn að undangenginni kæru Fjármálaeftirlitsins til lögreglu.
     Varði meint brot á lögum þessum bæði stjórnvaldssektum og refsingu metur Fjármálaeftirlitið hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá stofnuninni. Ef brot eru meiri háttar ber Fjármálaeftirlitinu að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef það lýtur að verulegum fjárhæðum, ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Jafnframt getur Fjármálaeftirlitið á hvaða stigi rannsóknar sem er vísað máli vegna brota á lögum þessum til opinberrar rannsóknar. Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.
     Með kæru Fjármálaeftirlitsins skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot er studdur við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að kæra mál til lögreglu.
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem stofnunin hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að taka þátt í aðgerðum lögreglu sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
     Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta Fjármálaeftirlitinu í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Lögreglu er heimilt að taka þátt í aðgerðum Fjármálaeftirlitsins sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
     Telji ákærandi að ekki séu efni til málshöfðunar vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi sem jafnframt varðar stjórnsýsluviðurlögum getur hann sent eða endursent málið til Fjármálaeftirlitsins til meðferðar og ákvörðunar.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa.

12. gr.

     34. gr. laganna orðast svo ásamt fyrirsögn:
Stjórnvaldssektir.
     Fjármálaeftirlitið getur lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gegn:
  1. 2. mgr. 1. gr. um að starfsleyfisskyld starfsemi skuli ekki stunduð án starfsleyfis,
  2. 3. mgr. 3. gr. um að verðbréfamiðstöð skuli ekki stunda aðra starfsemi en kveðið er á um í lögum þessum eða er eðlileg í tengslum við hana,
  3. 1. mgr. 5. gr. um tilkynningarskyldu til Fjármálaeftirlitsins um virkan eignarhlut,
  4. 6. gr. um tilkynningarskyldu verðbréfamiðstöðvar til Fjármálaeftirlitsins,
  5. 7. gr. um starfsreglur stjórnar verðbréfamiðstöðvar og samruna verðbréfamiðstöðvar við annað félag,
  6. 1. mgr. 8. gr. um þagnarskyldu,
  7. 9. gr. um ársreikning og ársskýrslu og tilkynningarskyldu endurskoðanda,
  8. 1. og 2. málsl. 13. gr. um reglur stjórnar verðbréfamiðstöðvar um hvaða verðbréf er unnt að taka til skráningar sem rafbréf,
  9. 14. gr. um að verðbréfamiðstöð sé óheimilt að veita upplýsingar um skráð réttindi,
  10. 2. mgr. 30. gr. um ábyrgðarsjóð verðbréfamiðstöðvar,
  11. sátt milli Fjármálaeftirlitsins og aðila, sbr. 34. gr. a.

     Sektir sem lagðar eru á einstaklinga geta numið frá 10 þús. kr. til 20 millj. kr. Sektir sem lagðar eru á lögaðila geta numið frá 50 þús. kr. til 50 millj. kr. Við ákvörðun sekta skal m.a. tekið tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot er að ræða. Ákvarðanir um stjórnvaldssektir skulu teknar af stjórn Fjármálaeftirlitsins og eru þær aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Séu stjórnvaldssektir ekki greiddar innan mánaðar frá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.
     Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.

13. gr.

     Á eftir 34. gr. laganna koma sex nýjar greinar, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
     
     a. (34. gr. a.)
     Hafi aðili gerst brotlegur við ákvæði laga þessara eða ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins á grundvelli þeirra er Fjármálaeftirlitinu heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila, enda sé ekki um að ræða meiri háttar brot sem refsiviðurlög liggja við. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Fjármálaeftirlitið setur nánari reglur um framkvæmd ákvæðisins.
     
     b. (34. gr. b.)
     Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssekta eða kæru til lögreglu hefur maður, sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot, rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Fjármálaeftirlitið skal leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.
     
     c. (34. gr. c.)
     Heimild Fjármálaeftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssektir samkvæmt lögum þessum fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því að háttsemi lauk.
     Frestur skv. 1. mgr. rofnar þegar Fjármálaeftirlitið tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að broti.
     
     d. (34. gr. d.)
Sektir eða fangelsi.
     Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn ákvæðum:
  1. 2. mgr. 1. gr. um að starfsleyfisskyld starfsemi skuli ekki stunduð án starfsleyfis,
  2. 3. mgr. 3. gr. um bann við því að verðbréfamiðstöð stundi aðra starfsemi en kveðið er á um í lögum þessum eða er eðlileg í tengslum við hana,
  3. 1. mgr. 8. gr. um þagnarskyldu,
  4. 9. gr. um ársreikning og ársskýrslu og tilkynningarskyldu endurskoðanda,
  5. 14. gr. um að verðbréfamiðstöð sé óheimilt að veita upplýsingar um skráð réttindi.

     
     e. (34. gr. e.)
     Brot gegn lögum þessum er varða sektum eða fangelsi varða refsingu hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi.
     Heimilt er að gera upptækan með dómi beinan eða óbeinan hagnað sem hlotist hefur af broti gegn ákvæðum laga þessara er varða sektum eða fangelsi.
     
     f. (34. gr. f.)
     Brot gegn lögum þessum sæta aðeins opinberri rannsókn að undangenginni kæru Fjármálaeftirlitsins til lögreglu.
     Varði meint brot á lögum þessum bæði stjórnvaldssektum og refsingu metur Fjármálaeftirlitið hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá stofnuninni. Ef brot eru meiri háttar ber Fjármálaeftirlitinu að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef það lýtur að verulegum fjárhæðum, ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Jafnframt getur Fjármálaeftirlitið á hvaða stigi rannsóknar sem er vísað máli vegna brota á lögum þessum til opinberrar rannsóknar. Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.
     Með kæru Fjármálaeftirlitsins skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot er studdur við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að kæra mál til lögreglu.
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem stofnunin hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að taka þátt í aðgerðum lögreglu sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
     Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta Fjármálaeftirlitinu í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Lögreglu er heimilt að taka þátt í aðgerðum Fjármálaeftirlitsins sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
     Telji ákærandi að ekki séu efni til málshöfðunar vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi sem jafnframt varðar stjórnsýsluviðurlögum getur hann sent eða endursent málið til Fjármálaeftirlitsins til meðferðar og ákvörðunar.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði.

14. gr.

     68. gr. laganna orðast svo ásamt fyrirsögn:
Stjórnvaldssektir.
     Fjármálaeftirlitið getur lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gegn:
  1. 3. mgr. 1. gr. og 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. um að leyfisskyld starfsemi skuli ekki stunduð án staðfestingar eða starfsleyfis,
  2. 1. mgr. 4. gr. um stofnun fagfjárfestasjóða og tilkynningu um stofnun sjóðanna til Fjármálaeftirlitsins,
  3. 2. mgr. 5. gr. um bann við því að breyta verðbréfasjóðum í sjóði sem lög þessi taka ekki til,
  4. 11. gr. um einkarétt verðbréfasjóða til að nota til nánari skýringar á starfsemi sinni orðið verðbréfasjóður,
  5. 15. gr. um aðskilnað reksturs og vörslu og óhæði rekstrarfélaga og vörslufyrirtækja verðbréfasjóða og skyldu þeirra til að hafa hagsmuni eigenda hlutdeildarskírteina að leiðarljósi,
  6. 1. mgr. 18. gr. um útvistun verkefna rekstrarfélags verðbréfasjóðs,
  7. 20. gr. um starfsemi vörslufyrirtækis verðbréfasjóða,
  8. 29. gr. um auglýsingu innlausnarvirðis,
  9. 30.–42. gr. um fjárfestingarheimildir verðbréfasjóða,
  10. 1. mgr. 43. gr. um markaðssetningu verðbréfasjóðs með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins hér á landi,
  11. 45. gr. um markaðssetningu íslenskra verðbréfasjóða utan Íslands,
  12. 46.–51. gr. um upplýsingagjöf verðbréfasjóða,
  13. 2. málsl. 1. mgr. 52. gr., sbr. 2. mgr. 5. gr., um breytingu á fjárfestingarsjóðum í sjóði sem lög þessi taka ekki til,
  14. 2. málsl. 1. mgr. 52. gr., sbr. 2. mgr. 15. gr., um óhæði rekstrarfélaga og vörslufyrirtækja fjárfestingarsjóða í störfum sínum og skyldu þeirra til að hafa hagsmuni eigenda hlutdeildarskírteina að leiðarljósi,
  15. 2. málsl. 1. mgr. 52. gr., sbr. 1. mgr. 18. gr., um útvistun verkefna rekstrarfélags fjárfestingarsjóðs,
  16. 2. málsl. 1. mgr. 52. gr., sbr. 20. gr., um starfsemi vörslufyrirtækis fjárfestingarsjóða,
  17. 2. málsl. 1. mgr. 52. gr., sbr. 46.–51. gr. og 5. mgr. 62. gr. um upplýsingagjöf fjárfestingarsjóða,
  18. 2. mgr. 52. gr. og 3. mgr. 62. gr. um einkarétt fjárfestingarsjóða til að nota til nánari skýringar á starfsemi sinni orðið fjárfestingarsjóður,
  19. 54. og 65. gr. um fjárfestingarheimildir fjárfestingarsjóða,
  20. 55. og 65. gr. um tilkynningu um áhættu,
  21. 1. mgr. 62. gr. um að hlutabréfasjóðum sé einungis heimilt að hafa með höndum rekstur fjárfestingarsjóðs,
  22. 7. mgr. 62. gr. um skyldu hlutabréfasjóðs til að vekja athygli á reglum um innlausnarskyldu sjóðsins,
  23. 1. mgr. 63. gr., sbr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, um þagnarskyldu,
  24. 2. mgr. 63. gr., sbr. 1. mgr. 40. gr., 47. gr. og 1. mgr. 48. gr. laga um fjármálafyrirtæki, um virka eignarhluti,
  25. 3. mgr. 63. gr. um að framkvæmdastjóri hlutabréfasjóðs skuli hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum,
  26. sátt milli Fjármálaeftirlitsins og aðila, sbr. 69. gr.

     Þá getur Fjármálaeftirlitið lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gróflega eða ítrekað gegn 19. gr. um góða viðskiptahætti eða 2. mgr. 62. gr. um að hlutabréfasjóður skuli rekinn í samræmi við góða viðskiptahætti.
     Sektir sem lagðar eru á einstaklinga geta numið frá 10 þús. kr. til 20 millj. kr. Sektir sem lagðar eru á lögaðila geta numið frá 50 þús. kr. til 50 millj. kr. Við ákvörðun sekta skal m.a. tekið tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot er að ræða. Ákvarðanir um stjórnvaldssektir skulu teknar af stjórn Fjármálaeftirlitsins og eru þær aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Séu stjórnvaldssektir ekki greiddar innan mánaðar frá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.
     Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.

15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 69. gr. laganna:
  1. Greinin orðast svo:
  2.      Hafi aðili gerst brotlegur við ákvæði laga þessara eða ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins á grundvelli þeirra er Fjármálaeftirlitinu heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila, enda sé ekki um að ræða meiri háttar brot sem refsiviðurlög liggja við. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Fjármálaeftirlitið setur nánari reglur um framkvæmd ákvæðisins.
  3. Fyrirsögn greinarinnar fellur brott.


16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 70. gr. laganna:
  1. Greinin orðast svo:
  2.      Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssekta eða kæru til lögreglu hefur maður, sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot, rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Fjármálaeftirlitið skal leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.
  3. Fyrirsögn greinarinnar fellur brott.


17. gr.

     Á eftir 70. gr. laganna koma fjórar nýjar greinar, 70. gr. a – 70. gr. d, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
     
     a. (70. gr. a.)
     Heimild Fjármálaeftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssektir samkvæmt lögum þessum fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því að háttsemi lauk.
     Frestur skv. 1. mgr. rofnar þegar Fjármálaeftirlitið tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að broti.
     
     b. (70. gr. b.)
Sektir eða fangelsi.
     Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn ákvæðum:
  1. 3. mgr. 1. gr. og 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. um að leyfisskyld starfsemi skuli ekki stunduð án staðfestingar eða starfsleyfis,
  2. 2. mgr. 5. gr. um bann við því að breyta verðbréfasjóðum í sjóði sem lög þessi taka ekki til,
  3. 15. gr. um aðskilnað reksturs og vörslu og óhæði rekstrarfélaga og vörslufyrirtækja verðbréfasjóða og skyldu þeirra til að hafa hagsmuni eigenda hlutdeildarskírteina að leiðarljósi,
  4. 1. mgr. 18. gr. um útvistun verkefna rekstrarfélags verðbréfasjóðs,
  5. 20. gr. um starfsemi vörslufyrirtækis verðbréfasjóða,
  6. 30.–42. gr. um fjárfestingarheimildir verðbréfasjóða,
  7. 1. mgr. 43. gr. um markaðssetningu verðbréfasjóðs með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins hér á landi,
  8. 46.–51. gr. um upplýsingagjöf verðbréfasjóða,
  9. 2. málsl. 1. mgr. 52. gr., sbr. 2. mgr. 5. gr., um breytingu á fjárfestingarsjóðum í sjóði sem lögin taka ekki til,
  10. 2. málsl. 1. mgr. 52. gr., sbr. 2. mgr. 15. gr., um óhæði rekstrarfélaga og vörslufyrirtækja fjárfestingarsjóða í störfum sínum og skyldu þeirra til að hafa hagsmuni eigenda hlutdeildarskírteina að leiðarljósi,
  11. 2. málsl. 1. mgr. 52. gr., sbr. 1. mgr. 18. gr., um útvistun verkefna rekstrarfélags fjárfestingarsjóðs,
  12. 2. málsl. 1. mgr. 52. gr., sbr. 20. gr., um starfsemi vörslufyrirtækis fjárfestingarsjóða,
  13. 2. málsl. 1. mgr. 52. gr., sbr. 46.–51. gr. og 5. mgr. 62. gr. um upplýsingagjöf fjárfestingarsjóða,
  14. 54. og 65. gr. um fjárfestingarheimildir fjárfestingarsjóða,
  15. 55. og 65. gr. um tilkynningu um áhættu,
  16. 1. mgr. 62. gr. um að hlutabréfasjóðum sé einungis heimilt að hafa með höndum rekstur fjárfestingarsjóðs,
  17. 1. mgr. 63. gr., sbr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, um þagnarskyldu,
  18. 2. mgr. 63. gr., sbr. 1. mgr. 40. gr., 47. gr. og 1. mgr. 48. gr. laga um fjármálafyrirtæki, um virka eignarhluti.

     
     c. (70. gr. c.)
     Brot gegn lögum þessum er varða sektum eða fangelsi varða refsingu hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi.
     Heimilt er að gera upptækan með dómi beinan eða óbeinan hagnað sem hlotist hefur af broti gegn ákvæðum laga þessara er varða sektum eða fangelsi.
     Tilraun til brots eða hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.
     
     d. (70. gr. d.)
     Brot gegn lögum þessum sæta aðeins opinberri rannsókn að undangenginni kæru Fjármálaeftirlitsins til lögreglu.
     Varði meint brot á lögum þessum bæði stjórnvaldssektum og refsingu metur Fjármálaeftirlitið hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá stofnuninni. Ef brot eru meiri háttar ber Fjármálaeftirlitinu að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef það lýtur að verulegum fjárhæðum, ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Jafnframt getur Fjármálaeftirlitið á hvaða stigi rannsóknar sem er vísað máli vegna brota á lögum þessum til opinberrar rannsóknar. Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.
     Með kæru Fjármálaeftirlitsins skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot er studdur við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að kæra mál til lögreglu.
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem stofnunin hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að taka þátt í aðgerðum lögreglu sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
     Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta Fjármálaeftirlitinu í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Lögreglu er heimilt að taka þátt í aðgerðum Fjármálaeftirlitsins sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
     Telji ákærandi að ekki séu efni til málshöfðunar vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi sem jafnframt varðar stjórnsýsluviðurlögum getur hann sent eða endursent málið til Fjármálaeftirlitsins til meðferðar og ákvörðunar.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi.

18. gr.

     99. gr. laganna orðast svo ásamt fyrirsögn:
Stjórnvaldssektir.
     Fjármálaeftirlitið getur lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gegn:
  1. 2. málsl. 1. gr. og 5. mgr. 21. gr. um bann við að leyfisskyld starfsemi sé stunduð án starfsleyfis,
  2. 1. mgr. 5. gr. um að vátryggingaáhætta skuli aðeins frumtryggð hjá vátryggingafélagi með starfsleyfi á Íslandi eða á Evrópska efnahagssvæðinu,
  3. 9.–11. gr. um starfsheimildir,
  4. 1. mgr. 13. gr. um að greinilega skuli koma fram í heiti vátryggingafélags að um vátryggingafélag sé að ræða,
  5. 2. mgr. 13. gr. um heiti og upplýsingagjöf,
  6. 2. mgr. 19. gr. um að ekki skuli stofnað til vátryggingasamninga og ábyrgða vegna þeirra eða innheimtu iðgjalda þegar stofna á gagnkvæmt vátryggingafélag fyrr en félagið hefur verið skráð,
  7. 1. mgr. 27. gr. um leyfisumsókn til Fjármálaeftirlitsins ef vátryggingafélag með starfsleyfi hér á landi hyggst taka upp nýjan greinaflokk vátrygginga eða vátryggingagrein eða breyta starfsemi sinni í verulegum atriðum,
  8. 3. mgr. 27. gr. um að senda skuli breytingar á samþykktum vátryggingafélags til Fjármálaeftirlitsins innan viku frá samþykkt þeirra,
  9. 4. mgr. 28. gr. um að allar breytingar á atriðum sem tilkynna skal til vátryggingafélagaskrár skuli senda eins fljótt og auðið er og eigi síðar en innan eins mánaðar,
  10. 2. mgr. 34. gr. um eignir til jöfnunar á móti vátryggingaskuld,
  11. 36. gr. um skyldu stjórnar til þess að tryggja að fyrir hendi sé sérþekking á mati og útreikningi vátryggingaskuldar,
  12. 1. málsl. 4. mgr. 37. gr. um tilkynningarskyldu tryggingastærðfræðings til Fjármálaeftirlitsins,
  13. 38. gr. um að halda skrá yfir eignir til jöfnunar vátryggingaskuld eða líftryggingaskuld,
  14. 1. mgr. 39. gr. um að aðilar sem hyggjast eignast virkan eignarhlut í vátryggingafélagi skuli fyrir fram leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins,
  15. 9.–11. mgr. 39. gr. um tilkynningarskyldu í tengslum við virkan eignarhlut,
  16. 1., 2. og 5. mgr. 41. gr. um hámark eigin hluta,
  17. 4. mgr. 43. gr. um tilkynningarskyldu um þóknun stjórnarmanna eða framkvæmdastjóra,
  18. 5. mgr. 43. gr. um tilkynningarskyldu um myndun félagasamstæðu eða yfirráð yfir öðru félagi og um verulegar breytingar á skipulagi samstæðu,
  19. 6. mgr. 43. gr. um setningu verklagsreglna,
  20. 7. mgr. 43. gr. um skyldu stjórnar og framkvæmdastjóra vátryggingafélags til að gera Fjármálaeftirlitinu viðvart um málefni sem hafa úrslitaþýðingu fyrir áframhaldandi starfsemi félagsins,
  21. 2. mgr. 46. gr. um tilkynningarskyldu endurskoðanda til Fjármálaeftirlitsins,
  22. 1. málsl. 47. gr. um að senda skuli Fjármálaeftirliti ársreikning og fylgigögn,
  23. 1. mgr. 48. gr. um upplýsingaskyldu vegna starfsemi erlendis,
  24. 49. gr. um úthlutun arðs,
  25. 4. mgr. 54. gr. um skýrslur um viðskipti við tengda aðila,
  26. 3. málsl. 1. mgr. 55. gr. um skil lögboðinna vátryggingaskilmála,
  27. 3. málsl. 2. mgr. 55. gr. um skil á reiknigrundvelli líftrygginga og heilsutrygginga,
  28. 58. gr. um skil lögboðinna vátryggingaskilmála,
  29. 1. mgr. 68. gr. um skyldu til samþykkis Fjármálaeftirlitsins vegna flutnings á stofni,
  30. 4. mgr. 72. gr. um ávöxtun fjármuna vátryggingafélags með aðalstöðvar í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins,
  31. 73. gr. um skil á ársreikningi og upplýsingaskyldu vátryggingafélags með aðalstöðvar í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins,
  32. 2. mgr. 76. gr. um lok starfsemi vátryggingafélags með aðalstöðvar í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins,
  33. 3. mgr. 76. gr. um lausn geymslufjár vátryggingafélags með aðalstöðvar í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins,
  34. 4. og 5. mgr. 77. gr. um heimild vátryggingafélaga með starfsleyfi hér á landi til að opna útibú í öðru aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins,
  35. 4. mgr. 78. gr. um heimild vátryggingafélaga með starfsleyfi hér á landi til að veita þjónustu í öðru aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins,
  36. 79. gr. um heimild vátryggingafélaga með starfsleyfi hér á landi til að hefja starfsemi í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins,
  37. 1. málsl. 1. mgr. 86. gr. um umsókn vegna flutnings á vátryggingastofni,
  38. 88.–89. gr. um samruna,
  39. 1. mgr. 97. gr. um skil greinargerðar til Fjármálaeftirlitsins vegna ákvörðunar um frjáls slit,
  40. sátt milli Fjármálaeftirlitsins og aðila, sbr. 99. gr. a.

     Þá getur Fjármálaeftirlitið lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gróflega eða ítrekað gegn 12. gr. um góða viðskiptahætti og venjur í vátryggingaviðskiptum,
     Sektir sem lagðar eru á einstaklinga geta numið frá 10 þús. kr. til 20 millj. kr. Sektir sem lagðar eru á lögaðila geta numið frá 50 þús. kr. til 50 millj. kr. Við ákvörðun sekta skal m.a. tekið tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot er að ræða. Ákvarðanir um stjórnvaldssektir skulu teknar af stjórn Fjármálaeftirlitsins og eru þær aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Séu stjórnvaldssektir ekki greiddar innan mánaðar frá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.
     Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.

19. gr.

     Á eftir 99. gr. laganna koma sex nýjar greinar, 99. gr. a – 99. gr. f, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
     
     a. (99. gr. a.)
     Hafi aðili gerst brotlegur við ákvæði laga þessara eða ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins á grundvelli þeirra er Fjármálaeftirlitinu heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila, enda sé ekki um að ræða meiri háttar brot sem refsiviðurlög liggja við. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Fjármálaeftirlitið setur nánari reglur um framkvæmd ákvæðisins.
     
     b. (99. gr. b.)
     Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssekta eða kæru til lögreglu hefur maður, sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot, rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Fjármálaeftirlitið skal leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.
     
     c. (99. gr. c.)
     Heimild Fjármálaeftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssektir samkvæmt lögum þessum fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því að háttsemi lauk.
     Frestur skv. 1. mgr. rofnar þegar Fjármálaeftirlitið tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að broti.
     
     d. (99. gr. d.)
Sektir eða fangelsi.
     Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn ákvæðum:
  1. 2. málsl. 1. gr. og 5. mgr. 21. gr. um bann við að leyfisskyld starfsemi sé stunduð án starfsleyfis,
  2. 4. mgr. 28. gr. um að allar breytingar á atriðum sem tilkynna skal til vátryggingafélagaskrár skuli senda eins fljótt og auðið er og eigi síðar en innan eins mánaðar,
  3. 4. mgr. 37. gr. um tilkynningarskyldu tryggingastærðfræðings til Fjármálaeftirlitsins,
  4. 1., 2. og 5. mgr. 41. gr. um hámark eigin hluta,
  5. 1.–3. mgr. 44. gr. um ársreikninga,
  6. 2. mgr. 45. gr. um hæfi endurskoðanda,
  7. 1. mgr. 46. gr. um að ársreikningur vátryggingafélags skuli endurskoðaður í samræmi við góða endurskoðunarvenju,
  8. 2. mgr. 46. gr. um tilkynningarskyldu endurskoðanda til Fjármálaeftirlitsins,
  9. 49. gr. um úthlutun arðs,
  10. 2. mgr. 76. gr. um lok starfsemi vátryggingafélags með aðalstöðvar í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins,
  11. 3. mgr. 76. gr. um lausn geymslufjár vátryggingafélags með aðalstöðvar í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins,
  12. 1. og 6. mgr. 90. gr. um aðgerðir vegna ónógs gjaldþols.

     
     e. (99. gr. e.)
     Brot gegn lögum þessum er varða sektum eða fangelsi varða refsingu hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi.
     Heimilt er að gera upptækan með dómi beinan eða óbeinan hagnað sem hlotist hefur af broti gegn ákvæðum laga þessara er varða sektum eða fangelsi.
     Tilraun til brots eða hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.
     
     f. (99. gr. f.)
     Brot gegn lögum þessum sæta aðeins opinberri rannsókn að undangenginni kæru Fjármálaeftirlitsins til lögreglu.
     Varði meint brot á lögum þessum bæði stjórnvaldssektum og refsingu metur Fjármálaeftirlitið hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá stofnuninni. Ef brot eru meiri háttar ber Fjármálaeftirlitinu að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef það lýtur að verulegum fjárhæðum, ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Jafnframt getur Fjármálaeftirlitið á hvaða stigi rannsóknar sem er vísað máli vegna brota á lögum þessum til opinberrar rannsóknar. Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.
     Með kæru Fjármálaeftirlitsins skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot er studdur við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að kæra mál til lögreglu.
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem stofnunin hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að taka þátt í aðgerðum lögreglu sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
     Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta Fjármálaeftirlitinu í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Lögreglu er heimilt að taka þátt í aðgerðum Fjármálaeftirlitsins sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
     Telji ákærandi að ekki séu efni til málshöfðunar vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi sem jafnframt varðar stjórnsýsluviðurlögum getur hann sent eða endursent málið til Fjármálaeftirlitsins til meðferðar og ákvörðunar.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 32/2005, um miðlun vátrygginga.

20. gr.

     62. gr. laganna orðast svo ásamt fyrirsögn:
Stjórnvaldssektir.
     Fjármálaeftirlitið getur lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gegn:
  1. 2. mgr. 1. gr. um heimild til handa tilteknum aðilum til að miðla vátryggingum,
  2. 1. mgr. 12. gr. um heiti vátryggingamiðlara,
  3. 13. gr. um breytingu á starfsemi,
  4. 1. mgr. 14. gr. um að vátryggingamiðlari skuli einungis miðla frumtryggingum á vegum vátryggingafélaga sem hafa starfsleyfi hér á landi,
  5. 15.–17. gr. um hæfisskilyrði,
  6. 2. málsl. 1. mgr. 19. gr. um fjárhagslega stöðu vátryggingamiðlara og viðbrögð við því ef líkur eru á því að vátryggingamiðlari eigi ekki fyrir fjárhagslegum skuldbindingum sínum,
  7. 20. gr. um starfsábyrgðartryggingu vátryggingamiðlara,
  8. 21. gr. um viðtöku fjármuna án heimildar,
  9. 1. mgr. 22. gr. um vörslufjárreikning vátryggingamiðlara,
  10. 23. gr. um yfirsýn yfir starfsemi,
  11. 24. gr. um ráðningar- og verksamninga,
  12. 25. gr. um samninga um þjónustu,
  13. 27. gr. um þagnarskyldu vátryggingamiðlara o.fl.,
  14. 30.–32. gr. um upplýsingaskyldu vátryggingamiðlara,
  15. 1.–3. mgr. 36. gr. um innlögn starfsleyfis,
  16. 37. gr. um skil á ársreikningi og fylgigögnum,
  17. 38. gr. um tilkynningu um framkomna skaðabótakröfu,
  18. 1.–3. mgr. 39. gr. um skráningu umboðsmanns,
  19. 40. gr. um skilyrði skráningar,
  20. 1. mgr. 41. gr. um heiti vátryggingaumboðsmanns,
  21. 1. málsl. 1. mgr. 42. gr. um takmarkanir á starfsemi vátryggingaumboðsmanns,
  22. 43. gr. um viðtöku vátryggingaumboðsmanns á fjármunum,
  23. 1. mgr. 44. gr. um vörslufjárreikning vátryggingaumboðsmanns,
  24. 45. gr. um yfirsýn yfir starfsemi,
  25. 46. gr. um ráðningar- og verksamninga,
  26. 48. gr. um þagnarskyldu vátryggingaumboðsmanna o.fl.,
  27. 49. gr. um góða viðskiptahætti og venjur vátryggingaumboðsmanns,
  28. 51.–54. gr. um upplýsingaskyldu vátryggingaumboðsmanns,
  29. 1. og 3. mgr. 56. gr. um starfsemi innlendra vátryggingamiðlara og vátryggingaumboðsmanna erlendis,
  30. 60. gr. um eftirlitsgjald,
  31. sátt milli Fjármálaeftirlitsins og aðila, sbr. 62. gr. a.

     Þá getur Fjármálaeftirlitið lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gróflega eða ítrekað gegn 28. gr. eða 49. gr. um góða viðskiptahætti og venjur.
     Sektir sem lagðar eru á einstaklinga geta numið frá 10 þús. kr. til 20 millj. kr. Sektir sem lagðar eru á lögaðila geta numið frá 50 þús. kr. til 50 millj. kr. Við ákvörðun sekta skal m.a. tekið tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot er að ræða. Ákvarðanir um stjórnvaldssektir skulu teknar af stjórn Fjármálaeftirlitsins og eru þær aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Séu stjórnvaldssektir ekki greiddar innan mánaðar frá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.
     Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.

21. gr.

     Á eftir 62. gr. laganna koma sex nýjar greinar, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
     
     a. (62. gr. a.)
     Hafi aðili gerst brotlegur við ákvæði laga þessara eða ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins á grundvelli þeirra er Fjármálaeftirlitinu heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila, enda sé ekki um að ræða meiri háttar brot sem refsiviðurlög liggja við. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Fjármálaeftirlitið setur nánari reglur um framkvæmd ákvæðisins.
     
     b. (62. gr. b.)
     Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssekta eða kæru til lögreglu hefur maður, sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot, rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Fjármálaeftirlitið skal leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.
     
     c. (62. gr. c.)
     Heimild Fjármálaeftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssektir samkvæmt lögum þessum fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því að háttsemi lauk.
     Frestur skv. 1. mgr. rofnar þegar Fjármálaeftirlitið tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að broti.
     
     d. (62. gr. d.)
Sektir eða fangelsi.
     Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn ákvæðum:
  1. 2. mgr. 1. gr., 12. og 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. um bann við að leyfisskyld starfsemi sé stunduð án heimildar,
  2. 1. mgr. 19. gr. um fjárhagslega stöðu vátryggingamiðlara og viðbrögð við því ef líkur eru á því að miðlari eigi ekki fyrir fjárhagslegum skuldbindingum sínum,
  3. 20. gr. um starfsábyrgðartryggingu vátryggingamiðlara,
  4. 21. gr. um viðtöku fjármuna án heimildar,
  5. 1. mgr. 22. gr. um vörslufjárreikning vátryggingamiðlara,
  6. 27. gr. um þagnarskyldu vátryggingamiðlara o.fl.,
  7. 30.–32. gr. um upplýsingaskyldu vátryggingamiðlara,
  8. 48. gr. um þagnarskyldu vátryggingaumboðsmanna o.fl.

     
     e. (62. gr. e.)
     Brot gegn lögum þessum er varða sektum eða fangelsi varða refsingu hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi.
     Heimilt er að gera upptækan með dómi beinan eða óbeinan hagnað sem hlotist hefur af broti gegn ákvæðum laga þessara er varða sektum eða fangelsi.
     Tilraun til brots eða hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.
     
     f. (62. gr. f.)
     Brot gegn lögum þessum sæta aðeins opinberri rannsókn að undangenginni kæru Fjármálaeftirlitsins til lögreglu.
     Varði meint brot á lögum þessum bæði stjórnvaldssektum og refsingu metur Fjármálaeftirlitið hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá stofnuninni. Ef brot eru meiri háttar ber Fjármálaeftirlitinu að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef það lýtur að verulegum fjárhæðum, ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Jafnframt getur Fjármálaeftirlitið á hvaða stigi rannsóknar sem er vísað máli vegna brota á lögum þessum til opinberrar rannsóknar. Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.
     Með kæru Fjármálaeftirlitsins skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot er studdur við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að kæra mál til lögreglu.
     Fjármálaeftirlitinu er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem stofnunin hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að taka þátt í aðgerðum lögreglu sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
     Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta Fjármálaeftirlitinu í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Lögreglu er heimilt að taka þátt í aðgerðum Fjármálaeftirlitsins sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
     Telji ákærandi að ekki séu efni til málshöfðunar vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi sem jafnframt varðar stjórnsýsluviðurlögum getur hann sent eða endursent málið til Fjármálaeftirlitsins til meðferðar og ákvörðunar.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

22. gr.

     1. mgr. 12. gr. laganna orðast svo:
     Ef eftirlitsskyldur aðili eða einstaklingar og lögaðilar hafa að mati Fjármálaeftirlitsins með refsiverðum hætti gerst brotlegir við lög eða reglur sem Fjármálaeftirlitinu er falið að framfylgja og brot eru meiri háttar ber Fjármálaeftirlitinu að vísa þeim til lögreglu. Aðgerðum Fjármálaeftirlitsins samkvæmt þessari grein verður ekki skotið til dómstóla.

IX. KAFLI
Gildistaka.

23. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 17. mars 2007.