Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1364, 133. löggjafarþing 591. mál: tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur (samsköttun sambúðarfólks, EES-reglur o.fl.).
Lög nr. 76 30. mars 2007.

Lög um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, og lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, með síðari breytingum.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.

1. gr.

     Við 6. tölul. 4. gr. laganna bætist: og starfstengdir eftirlaunasjóðir sem heimild hafa til að taka á móti iðgjöldum til myndunar eftirlaunaréttar.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. tölul. 28. gr. laganna:
  1. Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: og lögum um starfstengda eftirlaunasjóði.
  2. Á eftir orðunum „réttindi í séreign“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: eða réttindi til starfstengdra eftirlauna samkvæmt lögum um starfstengda eftirlaunasjóði.
  3. Á eftir orðunum „réttinda í séreign“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: eða réttinda til starfstengdra eftirlauna samkvæmt lögum um starfstengda eftirlaunasjóði.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 30. gr. laganna:
  1. 2. málsl. 4. tölul. A-liðar 1. mgr. orðast svo: Að auki allt að 4% af iðgjaldsstofni samkvæmt ákvörðun sjóðfélaga vegna iðgjalda sem greidd eru til lífeyrissjóða til aukningar lífeyrisréttinda, til aðila skv. 3. mgr. 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, eða til starfstengdra eftirlaunasjóða samkvæmt lögum um starfstengda eftirlaunasjóði.
  2. 2. málsl. 5. tölul. A-liðar 1. mgr. orðast svo: Að auki allt að 4% af iðgjaldsstofni samkvæmt ákvörðun sjóðfélaga vegna iðgjalda sem greidd eru til lífeyrissjóða til aukningar lífeyrisréttinda, til aðila skv. 3. mgr. 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, eða til starfstengdra eftirlaunasjóða samkvæmt lögum um starfstengda eftirlaunasjóði.
  3. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Arðgreiðslur úr veiðifélagi hjá manni sem hefur búrekstur eða annan rekstur á jörð með höndum skulu ekki teljast til atvinnurekstrar eða sjálfstæðrar starfsemi hans og heimilast enginn frádráttur frá slíkum tekjum.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. tölul. 31. gr. laganna:
  1. Á eftir 1. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um fjárhæð sem félög í sömu félagaformum sem skattskyld eru skv. 7. tölul. 3. gr. og eru heimilisföst í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu hafa fengið greidda í arð.
  2. Við 2. málsl. bætist: ákvæði 1. málsl. skal einnig taka til frádráttar á móti arði frá hlutafélögum sem skráð eru erlendis ef það félag sem arðinn færir til skattskyldra tekna sýnir fram á að hagnaður hins erlenda félags hafi verið skattlagður með sambærilegum hætti og gert er hér á landi.
  3. Í stað orðanna „þessari málsgrein“ í 3. málsl. kemur: 3. málsl.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 62. gr. laganna:
  1. 2. málsl. orðast svo: Með óvígðri sambúð er hér átt við sambúð karls og konu sem skráð er eða skrá má í þjóðskrá skv. 3. mgr. 7. gr. laga um lögheimili, enda eigi þau barn saman eða von á barni saman eða hafi verið samvistum í samfellt eitt ár hið skemmsta.
  2. Á eftir 2. málsl. kemur nýr málsliður er verður 3. málsl., svohljóðandi: Skattstjóra er heimilt að leita umsagnar Þjóðskrár þyki leika vafi á um að skráningarskilyrði séu uppfyllt.


6. gr.

     3. mgr. 66. gr. laganna orðast svo:
     Tekjuskattur af fjármagnstekjum einstaklinga utan rekstrar skal vera 10% af þeim tekjum. Til fjármagnstekna teljast í þessu sambandi tekjur skv. 1.–8. tölul. C-liðar 7. gr., þ.e. vextir, arður, leigutekjur, söluhagnaður og aðrar eignatekjur. Til fjármagnstekna utan rekstrar skulu jafnframt teljast arðgreiðslur úr veiðifélagi hjá þeim einstaklingi sem hefur búrekstur eða annan rekstur á jörð með höndum.

7. gr.

     Í stað orðanna „og lífeyrissjóðir, sbr. lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða“ í 1. tölul. 5. mgr. 71. gr. laganna kemur: lífeyrissjóðir, sbr. lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, og starfstengdir eftirlaunasjóðir sem heimild hafa til að taka á móti iðgjöldum til myndunar eftirlaunaréttar.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, með síðari breytingum.

8. gr.

     Við 3. mgr. 2. gr. laganna bætist: og starfstengdir eftirlaunasjóðir, sbr. lög um starfstengda eftirlaunasjóði.

III. KAFLI
Gildistaka.

9. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði 1., 2., 3., 7. og 8. gr. koma til framkvæmda við staðgreiðslu opinberra gjalda frá og með 1. júlí 2007 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2008. Ákvæði 4. gr. kemur til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2008. Ákvæði 5. gr. kemur til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2007.

Samþykkt á Alþingi 17. mars 2007.