Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 442, 135. löggjafarþing 93. mál: hafnalög (geymslugjald og heimild til að fresta framkvæmdum).
Lög nr. 145 19. desember 2007.

Lög um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003.


1. gr.

     3. tölul. 1. mgr. 17. gr. laganna orðast svo: Geymslugjald fyrir geymslu vöru og gáma á hafnarsvæði, hvort sem er innan húss eða utan, og skal gjald þetta standa straum af kostnaði við uppbyggingu, viðhald, endurnýjun og rekstur á geymsluaðstöðunni.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða II í lögunum:
  1. Í stað orðanna „til ársloka 2008“ í 1. mgr. kemur: til ársloka 2010.
  2. Í stað orðanna „1. janúar 2009“ í 2. mgr. kemur: 1. janúar 2011.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. desember 2007.