Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 538, 135. löggjafarþing 195. mál: almannatryggingar o.fl. (verkaskipting ráðuneyta, kaup á heilbrigðisþjónustu).
Lög nr. 160 20. desember 2007.

Lög um breytingu á lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð, lögum um sjúklingatryggingu, lögum um heilbrigðisþjónustu, lögum um málefni aldraðra og lögum um eftirlaun til aldraðra.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingu.

1. gr.

     2. gr. laganna orðast svo:
     Félags- og tryggingamálaráðherra fer með lífeyristryggingar, sbr. 1. gr., og yfirstjórn Tryggingastofnunar ríkisins. Heilbrigðisráðherra fer með slysatryggingar og sjúkratryggingar, sbr. 1. gr. Tryggingastofnun annast framkvæmd lífeyristrygginga samkvæmt lögum þessum.

2. gr.

     Orðin „eftir hverjar alþingiskosningar“ í 1. málsl. 3. gr. laganna falla brott.

3. gr.

     3. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

     Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu“ í 1. mgr. 25. gr. laganna kemur: ráðherra.

5. gr.

     Orðin „dvalarheimila fyrir aldraða“ í 1. málsl. 2. mgr. 44. gr. laganna falla brott.

6. gr.

     6. mgr. 48. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra ákveður daggjöld dvalarheimila fyrir aldraða með reglugerð. Tryggingastofnun ríkisins er heimilt að greiða dvalarheimili fyrir aldraða sem ekki er á föstum fjárlögum vistunarframlag allt að því sem á vantar dvalarkostnað í samræmi við lög um málefni aldraðra. Vistunarframlag skal þó aldrei nema hærri fjárhæð en nemur dvalarkostnaði vistmanns eins og hann er ákveðinn af ráðherra hverju sinni skv. 1. málsl.

7. gr.

     Í stað orðanna „Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 3. mgr. 58. gr. laganna kemur: Ráðherra.

8. gr.

     Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 68. gr. laganna kemur: hlutaðeigandi ráðherra.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 70. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „Ráðherra“ í 1. málsl. kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra eða heilbrigðisráðherra eftir atvikum.
  2. Í stað orðsins „ráðherra“ í 2. málsl. kemur: hlutaðeigandi ráðherra.


10. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
  1. Tryggingastofnun ríkisins annast reikningshald og daglega afgreiðslu slysatrygginga og sjúkratrygginga, að undanskilinni 39. gr., í umboði heilbrigðisráðherra, þar til ný stofnun samkvæmt ákvæði til bráðabirgða við lögin um heilbrigðisþjónustu tekur til starfa.
  2.      Hvarvetna í lögum þessum þar sem Tryggingastofnun ríkisins er falið að annast framkvæmd slysatrygginga og sjúkratrygginga skal það gert í umboði heilbrigðisráðherra.


II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 99/2007, um félagslega aðstoð.

11. gr.

     Í stað orðanna „Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 2. mgr. 14. gr. laganna kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 111/2000, um sjúklingatryggingu, með síðari breytingu.

12. gr.

     Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 1. gr., 1. málsl. 2. mgr. 10. gr., 2. málsl. 1. mgr. 15. gr. og 1. málsl. 17. gr. laganna kemur: heilbrigðisráðherra.

13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í d-lið kemur: heilbrigðisráðherra.
  2. Í stað orðanna „við Tryggingastofnun ríkisins“ í d-lið kemur: á grundvelli 44. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar.


14. gr.

     Í stað orðsins „Ráðherra“ í 21. gr. laganna kemur: Heilbrigðisráðherra.

15. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem hljóðar svo:
     Hvarvetna í lögum þessum þar sem Tryggingastofnun ríkisins er falið að annast framkvæmd sjúklingatryggingar skal það gert í umboði heilbrigðisráðherra.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu.

16. gr.

     Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamála“ í 2. gr. laganna kemur: heilbrigðismála.

17. gr.

     Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 7. tölul. 4. gr. laganna kemur: heilbrigðisráðherra.

18. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Starfrækja skal stofnun undir yfirstjórn heilbrigðisráðherra sem hefur m.a. það hlutverk að annast kaup, greiðslur og samninga um heilbrigðisþjónustu og framkvæmd þeirra málaflokka almannatrygginga sem heyra undir heilbrigðisráðherra.
     Ráðherra skipar forstjóra stofnunarinnar til fimm ára í senn. Forstjóri skal hafa lokið námi á háskólastigi. Forstjóri ræður aðra starfsmenn stofnunarinnar og annast daglegan rekstur hennar.
     Ráðherra skipar fimm menn í stjórn stofnunarinnar og skal einn skipaður formaður stjórnar og annar varaformaður. Ráðherra setur stjórninni erindisbréf.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.

19. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. tölul. 2. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „heilbrigðis-“ í 1. málsl. kemur: félags-.
  2. Í stað orðsins „þjónustuþættir“ í 2. málsl. kemur: þjónustuþættir, aðrir en heilbrigðisþjónusta.


20. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Félags- og tryggingamálaráðherra fer með yfirstjórn öldrunarmála samkvæmt lögum þessum. Heilbrigðisráðherra fer með yfirstjórn heilbrigðisþjónustu við aldraða.
  3. 1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Félags- og tryggingamálaráðuneytið skal annast stefnumótun og áætlanagerð í öldrunarmálum fyrir landið í heild.


21. gr.

     1. og 2. málsl. 4. gr. laganna orðast svo: Félags- og tryggingamálaráðherra skipar fimm manna samstarfsnefnd um málefni aldraðra. Skal einn nefndarmaður tilnefndur af heilbrigðisráðherra, einn af Landssambandi eldri borgara, einn af Öldrunarráði Íslands, einn af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og einn skipaður án tilnefningar og skal hann vera formaður.

22. gr.

     Í stað orðsins „heilbrigðis-“ í 1. tölul. 5. gr. laganna kemur: félags-.

23. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. mgr. 9. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 1. málsl. kemur: ráðherra.
  2. Í stað orðsins „heilbrigðis-“ í 2. málsl. kemur: félags-.


24. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „heilbrigðis-“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: félags-.
  2. Í stað orðsins „heilbrigðis-“ í 2. mgr. kemur: félags-.


25. gr.

     Í stað orðsins „Heilbrigðis-“ í 12. gr. laganna kemur: Félags-.

26. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
  1. Orðin „sem er í höndum starfsfólks heilsugæslustöðva“ í 4. málsl. 1. tölul. falla brott.
  2. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 2. málsl. 4. tölul. kemur: ráðherra.


27. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
  1. 2. mgr. orðast svo:
  2.      Engan má vista til langdvalar á stofnun fyrir aldraða skv. 2. tölul. 1. mgr. 14. gr. nema að undangengnu mati á vistunarþörf. Heilbrigðisráðherra skipar þriggja manna nefndir til að meta vistunarþörf. Nefndirnar skulu skipaðar lækni með sérmenntun á sviði öldrunar- eða heimilislækninga, hjúkrunarfræðingi með þekkingu á öldrunarþjónustu og félagsráðgjafa með þekkingu á félagslegri þjónustu við aldraða sem tilnefndur er af félags- og tryggingamálaráðherra. Skipa skal þrjá varamenn sem uppfylla sömu menntunarskilyrði og aðalmenn. Nánar skal kveðið á um vistunarmat, fjölda nefnda og starfssvæði þeirra í reglugerð heilbrigðisráðherra.
  3. 4. mgr. orðast svo:
  4.      Félags- og tryggingamálaráðherra er heimilt í reglugerð að kveða á um mat á þjónustuþörf og framkvæmd þess vegna annarra stofnana fyrir aldraða en þeirra sem tilgreindar eru í 2. tölul. 1. mgr. 14. gr.


28. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
  1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Áður en framkvæmdir hefjast við dagvist fyrir aldraða skv. 3. tölul. 13. gr. eða stofnun fyrir aldraða skv. 14. gr. skal afla framkvæmda- og rekstrarleyfis félags- og tryggingamálaráðherra.
  2. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður sem verður 2. málsl. og orðast svo: Þegar um er að ræða stofnun fyrir aldraða skv. 2. tölul. 1. mgr. 14. gr. skal liggja fyrir leyfi heilbrigðisráðherra til reksturs heilbrigðisþjónustu á slíkum stofnunum, sbr. lög um heilbrigðisþjónustu, áður en framkvæmdaleyfi er gefið út.
  3. Orðin „sem útbúin eru af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu“ í 2. málsl. 1. mgr. (sem verður 3. málsl.) falla brott.
  4. Í stað orðsins „heilbrigðis-“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: félags-.
  5. Í stað orðsins „heilbrigðis-“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: félags-.


29. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „6. mgr. 43. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 6. mgr. 48. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar.
  2. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skv. 39. gr. laga um almannatryggingar“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: ráðherra skv. 6. mgr. 48. gr. laga um almannatryggingar.
  3. Í stað orðanna „43. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 48. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar.
  4. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hverju sinni, sbr. 39. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar“ í 3. mgr. kemur: ráðherra hverju sinni, sbr. 6. mgr. 48. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar.


30. gr.

     Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sbr. 39. gr. laga um almannatryggingar“ í 2. málsl. 1. mgr. 22. gr. laganna kemur: ráðherra, sbr. 6. mgr. 48. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar.

31. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „heilbrigðis-“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: félags-.
  2. Í stað orðsins „Heilbrigðis-“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: Félags-.
  3. Í stað orðanna „39. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: 6. mgr. 48. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar.


32. gr.

     Í stað orðanna „ 43. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar, með síðari breytingum“ í 24. gr. laganna kemur: 48. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar.

33. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 26. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „64. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 68. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar.
  2. Í stað orðanna „11. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar“ í 4. mgr. kemur: 17. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar.
  3. Í stað orðanna „47. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar“ í 3. málsl. 5. mgr. kemur: 52. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar.
  4. Í stað orðanna „47. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar“ í 6. mgr. kemur: 52. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar.
  5. Í stað orðanna „1., 2. og 5. mgr. 50. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar“ í 2. málsl. 8. mgr. kemur: 1., 2. og 5. mgr. 55. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar.
  6. Í stað orðanna „47. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar“ í 2. málsl. 9. mgr. kemur: 52. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar.


34. gr.

     29. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 113/1994, um eftirlaun til aldraðra, með síðari breytingum.

35. gr.

     Í stað orðanna „Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 17. gr. laganna kemur: Ráðherra.

VII. KAFLI
Gildistaka.

36. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2008. Frá sama tíma fellur brott 3. gr. laga nr. 29/2007, um breytingu á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 2007.