Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 516, 135. löggjafarþing 237. mál: kjararáð (úrskurðarvald ráðsins).
Lög nr. 168 21. desember 2007.

Lög um breyting á lögum um kjararáð, nr. 47/2006, með síðari breytingum.


1. gr.

     1. gr. laganna orðast svo:
     Verkefni kjararáðs er að ákveða laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, dómara, ráðherra, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra í Stjórnarráði Íslands, forstöðumanna ríkisstofnana og annarra ríkisstarfsmanna sem svo er háttað um að þau geta ekki ráðist með samningum á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna eða samningsstöðu.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 13. desember 2007.