Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1079, 135. löggjafarþing 525. mál: hlutafélög og einkahlutafélög (EES-reglur, rafræn skráning upplýsinga).
Lög nr. 43 31. maí 2008.

Lög um breyting á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, og breyting á lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög, með síðari breytingum.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 147. gr. laganna:
  1. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Upplýsingar úr hlutafélagaskrá skal vera unnt að veita með rafrænum hætti.
  2. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er að senda tilkynningar og fylgiskjöl til hlutafélagaskrár með rafrænum hætti og hefur það sama gildi og tilkynningar sem eru sendar á skriflegu formi.


II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög, með síðari breytingum.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 121. gr. laganna:
  1. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Upplýsingar úr hlutafélagaskrá skal vera unnt að veita með rafrænum hætti.
  2. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er að senda tilkynningar og fylgiskjöl til hlutafélagaskrár með rafrænum hætti og hefur það sama gildi og tilkynningar sem eru sendar á skriflegu formi.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 22. maí 2008.