Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 455, 136. löggjafarþing 247. mál: virðisaukaskattur, vörugjald o.fl. (framlenging ákvæða um lækkun gjalda af vistvænum ökutækjum).
Lög nr. 175 30. desember 2008.

Lög um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., og lögum nr. 97/1987, um vörugjald.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2008“ í ákvæði til bráðabirgða X og XI í lögunum kemur: 31. desember 2009.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

2. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2008“ í ákvæði til bráðabirgða VII, IX og X í lögunum kemur: 31. desember 2009.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.

3. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2008“ í ákvæði til bráðabirgða IX í lögunum kemur: 31. desember 2009.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 2008.